19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 15

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 15
ég að mikilvægt sé að halda því til að sýna fram á samhengið í sögunni, en Kvenréttindafélagið var upphaflega stofnað til að koma konum til mennta og til að fá kosningarétt. í framhaldi af hugmyndahópnum skipulögðum við svo starf félagsins. Fjölmörg verkefni hafa verið hjá stjórn- inni á þessum árum, má þar nefna nám- stefnu um stjórnunarstíl kvenna, en fé- lagið hefur verið að vekja athygli á kon- um í atvinnulífi. Þá var komið upp nám- skeiðum um óvígða sambúð, fjármál heimilanna, í greinaskrifum, ræðu- mennsku og fundarsköpum, sögu kvennabaráttunnar og framkomu í fjöl- miðlum. Einnig var haldinn fundur um mismunandi uppeldisaðferðir stúlkna og drengja, m.a. til að athuga að hve miklu leyti uppeldi og kennsla móti kynin á mismunandi hátt.. Málþing var haldið um erlendar konur á Islandi, hvort þær væru kúgaður minni- hlutahópur. Þá var fjallað um sjálfs- mynd kvenna í fjölmiðlum, hvernig konur á fjölmiðlunum vinna og hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum. „Sl. vetur vorum við með málþing um áhrif ofbeldis í tölvuleikjum og fjölmiðlum á börn, fjölluðum um heilsufar kvenna og föðurhlutverkið. Við höfum einnig farið saman í leikhús, á verk sem tengjast kvennabaráttunni og efndum til ritgerðarsamkeppni grunnskólanema um stöðu kynjanna árið 2000. Ákveðið var á landsfundi 1992 að fjölga tölublöðum 19.júni úr einu á ári í þrjú, og blaðið hefur verið notað til að kynna starfsemi félagsins fyrir nýjum félögum. Eðlilega höfum við einblínt talsvert á hlut kvenna í stjórnmálum, og félagið verður að halda áfram að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum. Til að koma á raunverulegu jafnrétti þarf viðhorfsbreytingu, þar sem laga- legu jafnrétti hefur verið náð. Einn liður í því er að leggja áherslu á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Annar liður er að skoða grannt aðferðir í uppeldis og fræðslumálum og á það höfum við lagt áherslu í stjórn KRFÍ að undanförnu. KRFI hefur lagt áherslu á að karlmenn fái fæðingarorlof til að tengjast fjöl- skyldunni betur og það hefði eflaust í för með sér viðhorfsbreytingu. Kvenna- baráttan hefur verið föst í ákveðnum að- ferðum og haft tilhneigingu til að ein- angrast, þetta hefur verið tiltölulega lít- ill hópur sem hefur verið að tala við sjálfan sig. Við þurfum að fá karlmenn til liðs við okkur og fá þá til að skilja að jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna. Konur eiga líka að vera mun jákvæðari í sinni pólitík, ekki sífellt að tala um vandamálin, umræðan á að snú- ast meira um það jákvæða sem er að gerast. Við eigum að horfa meira á við- horf til starfa og launa, eitt af verkefn- um félagsins hefur verið að styrkja sjálfsímynd kvenna. Konur verða vissu- lega að halda vöku sinni því víða um heim eru þær að tapa réttindum.“ - Hvað tekur svo við hjá þér? „Stjórnmálin, ég er borgarfulltrúi, en kvennabaráttan heldur áfram að vera samofin stjórnmálunum. Kvennabarátt- an á síðustu árum hefur einkennst af til- vist Kvennalistans en ég tel að sérstöðu hans hafi Iokið í síðustu borgarstjórnar- kosningum. Við getum velt fyrir okkur hvað hefði gerst ef Kvennalistinn hefði ekki komið fram en upp úr 1980 var mikil gerjun í kjölfar kvennafrídagsins, kona varð forseti, og mikill drifkraftur var hjá konum í öllum flokkum. Kvennaframboðið kom fram og svo Kvennalistinn vegna þess að konur voru óþolinmóðar og fannst breytingar innan flokkanna ekki ganga nógu hratt. Eg held að þetta skref hafi hægt á kon- um innan flokkanna. Kvennalistinn hef- ur haft mikil áhrif í samfélaginu, en reynslan hefur sýnt að ekki er hægt að hafa pólitískan flokk sem vinnur ein- göngu út frá hagsmunum kvenna.“ L 15

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.