19. júní


19. júní - 01.06.1995, Síða 32

19. júní - 01.06.1995, Síða 32
• UPPELDISMAL FÆÐINGAR ORLOF OG FEÐRAFRÆÐSLA s A \TP* CTl 1 TTl Jafnréttisráðs er ^ v g, u 111 starfandi kada_ nefnd sem m.a. er œtlað að auka hlut karla í umrœðunni um jafnrétti kynjanna. Nefndinni er einnig œtlað að leggja áherslu á samspil fjölskyldu- og atvinnu- lífs og félagsleg og tilfmningaleg vanda- mál drengja og karla. Umrœður um stöðu karla hafa verið takmarkaðar hér á landi, en hin Norðurlöndin munu komin nokkru lengra á þessu sviði. Það er e.t.v. tímanna tákn að í apríl sl. efndi Norrœna ráð- herraráðið til ráðstefna um norræna karla í Stokkhólmi, sem stundum er nefnd Forumfyrir karla. Sigurður Snævarr, hagfræðingur og for- stöðumaður á Þjóðhagsstofnun situr í karlanefnd Jafnréttisráðs og hann var einn þeirra 35 Islendinga sem sóttu norrænu karlaráðstefnuna. Sigurður var fulltrúi karlanefndarinnar á ráðstefnu KRFÍ um foreldra framtíðarinnar. I viðtali við blaðamann 19. júní segir hann frá því helsta sem fram kom í fyrirlestrinum, sem hann nefndi: „Hvað vilja feður?“ -Hvað vilja feður? „I erindi mínu fjallaði ég einkum um tvo hluti; fæðingarorlof og feðrafræðslu. Mér finnst það brýnt að feður hafi rétt til fæð- ingarorlofs óháðan rétti móðurinnar, en lög og reglur um fæðingarorlof mismuna raunar mjög eftir kynferði foreldris. Ég tel að fengju karlar fæðingarorlof gæti það orðið til þess að styrkja tengsl feðra við börn sín og auka fjölskylduábyrgð þeirra. Þetta yrði skerfur til jafnréttis sem í dag fjallar öðru fremur um samspil vinnu og fjölskyldulífs. -Hvernig hugsar þú þér fæðingarorlof til feðra? „I dag er fæðingarlof 6 mánuðir. Barns- burður er náttúrulega sérstök athöfn sem er eingöngu á verksviði kvenna en 6-9 mán- aða fæðingarorlof er ekki vegna barns- burðarins sem slíks. Hann er löngu yfir- staðinn. Ég sé fyrir mér, ef við erum að tala um jafnréttispólitísk mál, að faðirinn fengi líka fæðingarorlof í tvær vikur eftir fæðingu barnsins. Það myndi verða til þess að efla tengsl föður við barn en um þau hefur ekki verið mikið talað. Við vitum að fyrstu mánuðirnir eru þeir mikilvægustu í lffi bams og á þessum vikum og mánuðum er karlinn oft mjög utanveltu. Á undan- förnum áratugum hefur það orðið algengt að faðirinn sé viðstaddur fæðingu barns síns. En hann er samt alveg óskaplega ut- angátta á þessari stundu." - En oftast sofa nýfædd börn nærri allan sólarhringinn fyrstu vikurnar og þegar þau vaka þá eru þau við brjóst móður sinnar. Hvenær kæmist karlinn að? Væri ekki betra að hann tæki fæðingarorlof þegar barnið er orðið aðeins eldra? „Það má vera. En Svíarnir hafa lagt mikla áherslu á þessar fyrstu vikur í beinu fram- haldi af fæðingunni og svo fá karlar líka 4 vikur þegar barnið er orðið eldra. En ég er alveg viss um að mjög margir íslenskir karlmenn taka hluta af sumarleyfi sínu til þess að geta verið heima þessar fyrstu vik- ur, sem er ekki réttlátt. Þeir ættu að eiga sjálfstæðan réttt til að taka fæðingarorlof líka og ég held að við eigum að fara svip- aða leið og hin Norðurlöndin. Þar á karlinn rétt á tveimur vikum - óháð rétti konunnar. -En hver er þá staða ís- lenskra karlmanna? „Það er fyrst frá því að segja að lög um fæðingarorlof eru hálfgert klúður. Annars vegar er fæðingarorlof (styrkur og dagpen- ingar) sem greiðist til kvenna á almennum vinnumarkaði, hins vegar halda konur í þjónustu hins opinbera fullum launum. Mitt á milli standa síðan bankakonur og blaðakonur sem halda fullum launum í 3 mánuði og greiðslur frá TR í 3 mánuði. Faðir á ekki sjálfstæðan rétt til fæðingar- dagpeninga, heldur er réttur hans leiddur af rétti móðurinnar. Þegar móðir hel'ur fengið fæðingardagpeninga í a.m.k. einn mánuð eftir fæðingu þá á faðir rétt á greiðslu fæðingardagpeninga í stað móður, ef hún óskar þess, enda leggi hann niður launaða vinnu á meðan. Skýrari verður mismunur eftir kynferði ekki. Réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þannig skýr, hins vegar er réttur þeirra til greiðslna í orlofi ekki eins ljós. Þetla snýr einkum að körl- um sem eru ríkisstarfsmenn. í lögum um réttindi og skyldur (sett 1954) er kveðið á um „launagreiðslur til kvenna í fjarvistum vegna barnsburðar". Á þetta ákvæði hefur fjármálaráðherra hengt sig og úrskurðað að karlmaður eigi því aðeins rétt til greiðslu í fæðingarorlofi að kona hans hafi notið fæðingardagpeninga. Ráðherra hefur raunar hunsað úrskurði kærunefndar jafn- réttismála um að þetta brjóti í bága við lög- 32

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.