19. júní


19. júní - 01.06.1995, Side 14

19. júní - 01.06.1995, Side 14
• VIÐTAL „ Konur eru meiri gerendur í eigin lífi“ Jóna Þórðardótt- ir hefur nýlátið af störfum sem formaður Kven- réttindafélagsins, eftir að hafa verið við formennsku frá 1992. 19. júní tók hana tali í tilefni þessara tímamóta. Inga Jóna var virk í stúd- entapólitíkinni, formaður ungra Sjálfstœðismanna á Akranesi, þar sem hún er uppalin, og hún varð varafor- maður SUS 1975. Hún segir að kvennafrídagurinn liafi haft mikil áhrif á sig. „ Um svipað leyti var mikil umrœða á vettvangi ungra sjálfstœðis- manna sem tengdist lagasetn- ingu um jafnan rétt karla og kvenna, en lögin voru sam- þykkt vorið 1976. Eg tengdist Kvenréttindafélaginu við undirbúning kvennafrídags og hef verið félagsmaður lengi þó að ég hafi ekkifarið í stjórn fyrr en 1988. “ Þegar hún lítur yfir þau ár sem hún var formaður KRFÍ segir hún eitt af þýðing- armestu störfunum hafa verið að koma út bók um sögu Kvenréttindafélagsins, „Veröld sem ég vil.“ „Þetta er ómetan- leg heimild um sögu kvenfrelsis á Is- landi. Bókin hafði verið lengi í vinnslu, ég skipaði útgáfunefnd vorið 1992 og við ákváðum að gefa bókina út á 85 ára afmæli félagsins. Sagan er skráð af Sig- ríði Th. Erlendsdóttur og Björg Einars- dóttir var með myndritstjórn. Þessi samtíðarsaga hefur ekki verið skráð annars staðar með skipulögðum hætti. Sagan sýnir kvennabaráttu hér á landi í alþjóðlegu samhengi og hún var ná- tengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það er t.d. athyglisvert að Kvenréttinda- félag Islands er fyrsta íslenska félagið til að hljóta viðurkenningu alþjóðlegs félags. Alþjóðlega kvennahreyfingin krafðist þess að Islendingar fengju sjálfstæða aðild, áður en íslendingar fengu sjálfstæði sitt. Kvenréttindabar- áttan var samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.“ Kvenréttindafélagið hefur verið í góð- um tengslum við alþjóðasamtök kvenna, IAW, frá upphafi. Bríet Bjarn- héðinsdóttir byrjaði að vinna með al- þjóðasamtökunum áður en Kvenrétt- indafélagið var stofnað og síðan hefur verið nær óslitið samband. Margir for- menn okkar hafa verið duglegir að sækja alþjóðaþingin, en það hefur háð okkur að fjárhagur félagsins hefur ekki leyft eins mikla þátttöku við alþjóða- samtökin og við hefðum óskað. IAW hefur áheyrnaraðild að Sameinuðu þjóðunum.“ Frá stofnun KRFÍ hafa fjórar íslenskar konur verið í stjórn al- þjóðasamtakanna og er Inga Jóna nú í stjórn IAW. „Alþjóðasamtökin voru upphaflega stofnuð til að tryggja stjórn- málaleg réttindi kvenna, en nú er meg- inhlutverkið að halda vörð um réttindi kvenna og berjast fyrir auknum réttind- um víða um heim.“ Kvenréttindafélagið er aðili að norrænu kvenréttindasam- tökunum NKS. „Samstarfið hefur vaxið á undanförnum árum með þátttöku í Vestnorræna kvennaþinginu, og nor- rænu kvennaþingunum í Osló ‘88 og ‘Turku 94. Þá má geta þess að Kvenrétt- indafélagið var stofnaðili að Mannrétt- indaskrifstofu íslands á sl. ári. Er hún er spurð hvernig henni lítist á stöðu jafnréttismála í dag segir hún að mál hafi þróast mun hægar en hún hefði gert ráð fyrir. „Það tekur heilan manns- aldur að breyta viðhorfum til kynjanna. En við höfum unnið marga sigra, eink- um í sambandi við menntun og atvinnu- líf. Konur eru nú fleiri en karlar við nám í Háskólanum og fjölmennari í mörgum deildum. Og þótt konur séu al- mennt ekki komnar í toppstöður í at- vinnulífmu, þá eru þær á leiðinni þang- að. Konur eru meiri gerendur í eigin lífi. Eg held að konum í atvinnurekstri eigi eftir að fjölga verulega, þar eiga konur mikla möguleika sem þær hafa ekki verið hvattar til að nýta sér. Ekki síst skiptir máli fyrir konur að kanna þá möguleika sem þær hafa á alþjóða- markaði. Frekari sókn kvenna í atvinnu- lífinu á eftir að skila sér fyrir kvenna- baráttuna víðar í samfélaginu. Og það er einn af mikilvægari liðum í því að okkur takist að vinna bug á launajafn- rétti kynjanna sem er eitt af stærstu mál- unum í dag.“ Árið 1992 var starfræktur hugmynda- hópur á vegum stjórnarinnar og var Lilja Ólafsdóttir formaður hans. „Við leituðum til ungra kvenna um hvernig við ættum að laga okkur að breyttum tíma, því það er erfitt að halda upp1 kröftugu starfi í svona félagi án þess að ná til nýrra kvenna. Verkefnin á þessu sviði eru óþrjótandi. Við ræddum m.3' heiti félagsins, sem sumum fannst gam- aldags, en þegar grannt er skoðað held Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir 14

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.