19. júní


19. júní - 01.06.1995, Side 24

19. júní - 01.06.1995, Side 24
HRINGB ORÐS UMRÆÐ UR samlega miðað við þá valkosti sem voru í boði. Ég held að þverpólitísk sam- vinna einstaklinga úr öllum flokkum um jafnréttismál myndi höfða til yngra fólksins, sem er jafnréttissinnað og komið í þá stöðu að geta haft áhrif. Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson leggja ekki þessar áherslur og Páll á Höllustöð- um enn síður. Og þetta unga jafnréttissinnaða fólk verður að móta stefnu sem horfir inn í 21. öldina og tekur tillit til fjölskylduhagsmuna, karla, kvenna og barna. /'"< nAriin • ^a Þarf a^ ver^a breyting á kosningalögunum. I Danmörku vJ LlUl U.1I. er t d kosið um fólk. Þessi flokkakosning er auðvitað löngu úrelt. Þar er verið að kjósa her af fólki sem margir hafa hreint engan áhuga á. Og aðrir ná ekki kosningu vegna flokksins. Þórunn * Það Þurfi a^ breyta þessu kosningakerfi okkar sem * getur valdið því að heilu flokkarnir falla út um miðjar nætur! A 117. Eigum við ekki að ljúka þessari umræðu nteð því að velta fyrir okkur * hvernig við sjáum þróunina í jafnréttismálum þegar 21. öldin gengur í garð. Sigurður, þú varst aðeins kominn af stað, viltu bæta nokkrum orðum við það sem þú sérð fyrir þér. Verðum við enn að tala um það sama eftir fimm til tíu ár? Cj o-ii-rAii-r* Mér finnst vera að verða ákveðin breyting til batnaðar a O ’ varðandi fjölskyldumál, jafnréttismál og mannréttinda- mál. Til dæmis vilja mjög margir ræða við mig um þessi mál sem formann karlanefndar. Ég held að umræðan úti í samfélaginu sé komin miklu lengra en Iöggjafinn og stjórnmálaumræðan. í nágrannalöndunum er þessi umræða enn meira áberandi og menn sjá að fjölskyldumál eru forgangsmál. Ég er frekar bjartsýnn á framtíðina, ég er það að eðlisfari. Mér finnst það fólk sem er að koma út í samfélagið núna bera með sér ákveðna von. Ég held að konur komist ekki lengra með jafnréttismálin einar og það verður að opna umræðuna frá því sem verið hefur undanfarin 20 ár. 11 Anir» * ^a’ e& te^ unct*r bað sem Sigurður segir. Ég held að það komi VJLIUI UIl. a5 þvf að fólk sjái að þetta getur ekki gengið lengur. Skýrsl- an um launamun, sem kom út hjá jafnréttisráði hefur auðvitað vakið mjög marga af værum blundi. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því hvernig sam- félagi þeir vilja lifa í. Hagur eins er auðvitað hagur allra. Ég held að við hljótum að takast á við þessi mál í samvinnu með hag allra landsmanna í huga. ■p 1 c „. Ég held að viðhorf hinnar svokölluðu X - kynslóðar til daglegs lífs öðmvísi en kynslóðarinnar á undan. Áherslurnar eru aðrar. Við Ieggjum ekki mikið upp úr því að búa í stórum einbýlishúsum, eiga tvo bíla, fara í utanlandsferðir og vinna langan vinnudag til að geta greitt allt þetta. Fólk leggur meira upp úr því að hafa tíma fyrir sig og sína og sinna sínum áhugamál- um. Ég held að þetta eigi eftir að skila sér í breyttum áherslum varðandi heimil- islíf. Ég horfi mjög bjartsýn inn í 21. öldina því ég er sannfærð um að fólk á eft- ir að sinna sjállu sér betur og axla ábyrgðina saman. Afi 1 rvn • Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér staðan í dag ömur- x'^wl U-llll. jeg p;ru einhverjar róttækar breytingar á næsta leyti sem bæta stöðu kvenna og barna? Ég sé það ekki, en maður verður þó að vera bjart- sýnn. Við þurfum einnig að hugsa um umhverfið okkar og jarðarkringluna, því það er tómt mál að tala um jafnréttismál þegar við höfum eyðilagt umhverfi okkar. Það næst ekkert jafnrétti eða kvenfrelsi, eins og ég vil enn fá að kalla það, ef menn sökkva olíuborpöllum og endurvinna ekki ruslið sitt. Þessi umræða hefur verið í allt of fámennum hópum. Ef þessir fámennu hópar gera ekki átak í því að komast út í hina almennu umræðu má búast við að allt verði á sama far- inu næstu árin, næstu fimmtíu eða hundrað árin, eða jafnvel lengur. 24 PUNKTA- FRÉTTIR Reiðir hvítir menn Susan Faludi, sem skrifaði bókina „Backlash" fyrir þremur árum, er nú að senda frá sér bók um karlmenn, en i henni eru m.a. fjölmörg viðtöl við menn sem hafa fengið dóma fyrir að beita konur sínar ofbeldi. „Ég hef hitt þessa menn reglu- lega í níu mánuði," segir hún í blaðaviðtali. „Þeir eru örvænt- ingarfullir og vita ekki hvernig þeir eiga að breyta lífi sínu til betri vegar. Eftir að hafa litið á sig sem aðalfyrirvinnur heimil- anna eru þeir nú ýmist illa launaðir eða atvinnulausir. Þeim finnst þeir ekki vera karlmenn lengur," segir Faludi. „Þeir eru hræddir við sjálfstæði kvenna. Gamla karlímyndin á ekki við lengur. Sá tími er liðinn að menn fengu ákveðna stöðu og völd bara með því að vera karlmenn. Það hefur verið mjög gagnlegt fyrir mig að taka þessi viðtöl, þau hafa aukið skiln- ing minn og samúð, þó að það sé á engan hátt hægt að rétt- læta það sem þeir hafa gert.“ Hvað kostar eitt barn? Frændur vorir annars staðar á Norðurlöndum eru duglegir við að reikna ýmislegt út. Nú hafa þeir beint sjónum sínum að því hvað það kostar að ala upp barn til 18 ára aldurs. Flestir vita að það kostar eitthvað en að foreldrar verji 12 milljónum til uppeldis barnsins til 18 ára aldurs kemur víst flestum á óvart. Þetta eru niðurstöður könnunar sem framkvæmd var á vegum einkafyrirtækis í Danmörku. Og það eru fyrstu ár barnsins sem eru kosta mest. P - pillan 35 ára Það er haldið upp á mörg merkileg afmæli á þessu ári, með- al annars 35 ára afmæli P-þillunnar, Tölfræðin sýnir að fjórar konur af hverjum fímm í Svíþjóð hafa tekið pilluna eítthverf tímabil ævi sinnar. Fram til þessa hafa helstu ókostir hennar verið grunur um aukna hættu á brjóstakrabbameini og barn- leysi hjá þeim konum sem frestuðu barneignum fram á fer- tugsaldurinn, þeim sem hugsuðu ekki um að frjósemin minnkar með aldrinum. Konur breyta heiminum Hillary Clinton er nýkomin úr ferð um Suður-Asíu og heim- sótti þar meðal annars Kvennabankann á Indlandi. I nýlegri grein í Washington Post segir hún ferðina hafa haft mikil áhrif á sig, einkum þar sem hún hafi deilt reynslunni með 15 ára dóttur sinni. Það eru konur sem stjórna kvennabankanum og aðeins konur geta verið viðskiptavinir en þeir eru nú 40.000 talsíns. Meðal þeirra eru margar fátækustu og verst mennt- uðu konur Indlands en með aðstoð bankans eru þær nú óðum að breyta lífi sínu. Hillary Clinton telur að þegar konum gefst kostur á aukinni menntun og betri fjárhagsstöðu I þró- unarlöndunum komi þær til með að breyta bæði stöðu fjöl- skyldu sinnar og samfélaginu sem þær búa í. Leyndardómar ellínnar Betty Friedan, sem er kvenréttindakonum að góðu kunn, hef- ur nú gefið út bók um leyndardóma ellinnar. Þar gerir hún m.a. grein fyrir því hve neikvæða athygli ellin fær í vestræn- um samfélögum. Hún gerir grein fyrir rannsóknarniðurstöð- um, þeim myndum sem fjölmiðlar bregða upp og tekur fjölda viðtala. Neikvæðninni vill hún breyta og meta þá reynslu meira sem eldri borgarar búa yfir í stað þess að lita á þá sem vandamál. Þannig þarf heilasellunum ekki endilega að fara aftur þótt fólk eldist, hár aldur getur boðið upþ á nýja sálræna þroskamöguleika o.s.frv. Miklu skipti því að horfa á þessar jákvæðu hliðar ellinnar í stað æskudýrkunarinnar sem hefur í för með sér ótal fegrunaraðgerðir og þynglyndí þeirra sem

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.