Sameiningin - 01.06.1889, Blaðsíða 7
sú, aS minna lesendr „Sam.“ á, aS liin lúterska kirkja
vor Islendinga í þessu landi er stödd á milli tveggja elda,
til þess um leiS að gefa fólki safnaða vona hvöt til þess
að slökkva eða reyna til að slökkva hvorntveggja eldinn.
Ef hvortveggja eldrinn nær að vaxa saman yfir oss og
hinu andlega starfi voru, þá rœtist orðið skáldsins: „Kirkj-
an, kirkjan, hún brennr“. Kirkja íslendinga hér í land-
inn að minnsta kosti brennr þá upp.
Mtútlcg kristniho'bshctjit.
Damien hét kaþólskr prestr, sem nú er nýlega dáinn.
það var stór-inerkileg hetja, og mannkynssagan á víst tiltölu-
lega fáar samkyns hetjur og hann. ])að, sem hann gjörði,
ber þess ljósan vott, að sjálfsafneitunar-evangelíum krist-
indómsins heldr enn þá sínu makalausa afli eins og í
fyrstu kristni.
Hann dó á Molokai, sem er ein af Sandwich-eyjunum í
miðju Kyrrahafinu. þessi ey hafði í mörg ár verið notuð fyr-
ir fangelsi eða spítala fyrir líkþráa menn. Skagi gengr norðr
úr eynni, nálega afgirtr frá aðaleynni fyrir sunnan með
fjöHum bröttum og háum. A þessum skaga stendr dálitill
bœr, Kalawao. það er heimkynni hinna likþráu manna,
sem stjórnin yfir Sandwich-eyjunum sendir út úr mannfé-
lagi sínu til þess að láta þá þar bíða dauðans. þeir, sem
eru svo ógæfusamir, að fá heimkynni í þessum bæ, verða
að gjöra svö vel að dúsa þar, þangaö til þeir eru bornir
út til grafar.
Hinn hræðilegi sjúkdómr líkþráin liafði lengi komið
fyrir þar á eyjunum, en ekki til stórra muna fyr en um
1860. þá fór hún að verða býsna útbreidd, og til þess
að fyrirbyggja frekari útbreiðslu liennar, var svo fyrir
skipað af stjórninni, að alla líkþráa menn á eyjunum
skyldi flytja til Molokai. Stjórnarboði þessu var stranglega
framfylgt. Foreldrar voru oft með valdi slitnir frá börn-
um sínum, menn frá konum sínum o. s. frv. Reynt var
því iðulega að fela einstaldinga, sem sýktir voru af sjúk-
dómi þessum; en stjórnarþjónarnir leituðu þessa vesalinga