Sameiningin - 01.06.1889, Blaðsíða 9
sagði, aS frelsarinn sjálfr hefði margoft tekið líkþráa menn
aS sér, og aS lærisveinninn væri eigi yfir meistara sínum.
Svo lét liann þá árið 1873 fara með sig til Kalawao.
Hann tók ekkert með sér sér til lífsviðrværis; hann varð
að lifa á því, sem líkþráu aumingjarnir kynni að vilja
láta honum í té. ASr en hann tók sér tíma til að koma
sér upp skýli ylir sig hóf hann tafarlaust kristniboðsstarf
sitt. Hann tók sér þarna í upphafi dvalar sinnar í þessari
dauðans eyðimörk hvíld undir einstöku tré, sem var á
bersvæðinu rétt viS grafreit hinna dánu. Eftir langa mœðu
kom hann sér þó upp kofa, og í þeiin kofa bjó hann í
16 ár — til dauðadags. Hann vann með ótrúlegum dugn-
aði. Hann var prestr, læknir og skólakennari hinna lík-
þráu inanna. Elann kenndi þeirn garðyrkju og aðra gagn-
lega vinnu. Hann hjúkraöi sjúklingunum, gróf liina dánu
og kappkostaði að vera öllum allt. Og starf hans bar mik-
inn ávöxt. Hann bœtti stórlcostlega úr hinni líkamlegu
neyð þessara aumu manna; og andlega velferð þeirra bar
hann dag og nótt fyrir brjósti. Hann hreif ]?á upp úr
óguðleikanum, sem örvæntingin hafði steypt þeim í. Hann
fiutti þeim huggun eilífs lífs. Fyrst framan af gjörði
liið illa og eitraða loft í kofum sjúklinganna nærri því
út af við liann. Hann þoldi um tíma ekki að fara inn
í kofana til að tala við fólkið. En smásaman vandi hann
sig á að þola þetta. Og í skýrslu frá honum, sein eftir
liann liggr, um þessa fyrstu æfi sína þar á eynni getr
hann þess, að hann hafi út úr vandræðum tekið upp á
því að neyta tóbaks, og sú nautn lrafi gjört sér loftið í
þessum aumu hreysum fremr þolanlegt.
þá er Damien prestr liafði unnið þarna að hinu mikla
kristilega miskunnarverki í 11 ár, fór hann að fá merki
þess, að hinn banvæni sjúkdómr væri í hann sjálfan kominn.
Hann hélt þó áfram að vinna eins og áðr. Árið 1886
kom annar kaþólskr prestr, Conrady að nafni, til eyjarinn-
ar, og liann varð aðstoöarinaðr Damiens. Sjö nunnur af
Franciskus-reglu komu og sama árið til Kalavvao til þess
að hjúkra sjúklingum. þetta hvorttveggja var, svo sem
nærri má geta, Damien presti stór-mikil huggun og gleði.