Sameiningin - 01.12.1889, Síða 3
—163—
vera eða elcki vera. Og geti það ekki vakiS þá upp og kom-
iö þeim til að sjá hinar kirkjulegu ógöngur, sem þjóð vor er
komin út í, veit jeg ekki, hvað annað ætti að verða til
þess. Jeg fyrir mitt leyti vona, að það gæti orðið til þess,
að hinar kristilegu leifar fóllcs vors færu að vakna til kirkjti-
legrar starfsemi; þær færu þá að reyna að bjarga eins mörgum
og unnt væri af farþegjuin hins söklcvanda skips hinnar ís-
lenzku kirkju.
það er einmitt þessi tilfinning, sem hrundið hefur á
á stað hinum kirkjulega fjelagsskap vorum hjer. Hinir
kristilega hugsandi menn og konur, sem hjer höfðu tekið
sjer bólfestu, sáu, að nú var spursmálið einmitt um að vera
eða elclci vera í kirkjulegu tilliti. Svo framarlega ekkert
yrði gjört, til að láta guðs orð og hin heilögu sakramenti
búa meðal ftilks vors hjer, mundi kristindómur þess hverfa,
það mundi t\'ístrast og týnast og líða skipbrot í andlegu til-
liti. 0g svo var gengið að því starfi, að bvggja upp kirkjuleg-
an fjelagsskap meðal vor. það eru að eins rúm fimm ár,
síðan sú vinna komst í það horf, sem hún nú hefur. þeg-
ar örðugleikar þeir, sem við hefur verið að stríða, eru teknir
til greina, er það engan veginn lítið verk, sem af hendi
hefur verið leyst. Aldrei í sögu þjóðar vorrar mun almenn-
ingur fólks hafa lagt jafn-mikið í sölurnar fyrir trú sína
og hinir fátæku íslenzku nýbyggjar hafa gjört hjer vestur frá.
það er þannig ekki fyrir neitt valdboð frá hærri stöð-
um, ekki einusinni fyrir forgöngu kirkjunnar á Islandi, að
söfnuðir vorir hafa myndazt. það er eingöngu fyrir kristi-
legan áhuga þeirra manna, sein þar hafa sjálfir átt hlut
að ináli. þeir hafa öldungis ekki myndazt fyrir aðgjörðir
neins klerkavalds, heldur þvert á móti fyrir sinn eigin
kristilega áhuga. Hið kristilega frelsi hafa söfnuðir vorir
ritað með gullnu letri á fána sinn. þeirn hefur verið um
það hugað, að láta allt hið ytra fyrirkomulag vera sem
allra frjálslegast; enda bera safnaðarlög vor þess ótvíræðan
vott. Sðfnuðir vorir hafa sjálfir öll völdin í sinni hendi.
Á fundum sínum taka þeir þau mál til meðferðar, sem
fyrir þá eru lögð af meðlimum þeirra og láta þau fá þau
afdrif, sein rneiri hluti safnaðarmanna kemur sjer saman