Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1891, Page 4

Sameiningin - 01.01.1891, Page 4
164— skáldskaparverks séra Valdemars, a5 vér hiklaust áræðum aS segja ];að fyrir, að ];að mun fyr eSa síðar fá viðrkenn- ing’ sem eitthvert mesta og göfugasta ritið í íslenzkum bókmenntuin. það ev eiginlega safn af biblíumyndum, rneist- aralega dregnum upp af þessu þjóðskáldi voru. Og eins og sýnishorn af verkinu í heild sinni leggjum vér nú eina af þessum myndum fram fyrir lesendr vora í kvæði því, sem hefir þessa fyrirsögn: Ljónagröfin. Séra Valdemar Briein stendr eiginlega einn í ísienzkum nútiðar-bókmenntum. Séra Mattías Jokkumsson hefir gjört hinn stór-fræga skáld- prest þýzkalands, Karl Gerok, sem andaSist í fyrra, all- kunnan þjóS vorri meS hinum prýðis-fögru þýðingum sín- um af nokkrum beztu biblíuljóðunum hans. Séra Valdemar Briem er Gerok Islands. Um leiS og vér í þessu nr.i „Sam.“ erum svo heppnir, að geta látiS lesendr vora fá vandaða mynd af séra Valde- mar jafnframt þessari biblíumynd eftir hann, sem nefnd er Ljónagröfin, skuluin vér geta þess, aS hann er freddr á Grund í Eyjafirði 4. Febr. árið 1848, og einn af hinum mörgu börnum Olafs Briem og Dómhildar þorsteinsdóttur konu hans. Frá því hann var eitt hvað tíu ára gamall ólst hann upp hjá föSurbróður sínum, séra Jóhanni Briem í Hruna. Arið 1863 kom hann í latínuskólann í Reykjavík og tók þar stúdentspróf 1869, gekk svo ári seinna á prestaskólann íslenzka, tók þar embættispróf 1872 og prestvígöist árið eftir 27. Apr. 1873 til Hrepphóla í Arnessýslu, fékk svo nokkru síðar Stóra-Núp, lítið prestakall þar í nágrenninu, þar sem hann síðan hetír dvalið, eins og einn af hinuin kyrrlátu í land- inu, látandi varla noklcurn tíma neitt til sín heyra opin- berlega út af íslenzkum þjóðmálum, en sí-vinnandi út af fyrir sig aS sínu biblíulega skáldskaparverki. Um sama leyti og hann varð prestr kvæntist hann frændstúlku sinni og uppeldissystur Ólöfu, dóttur séra Jóhanns, mjög gáfaSri konu. það er einkennilegt við séra Valdemar Briein, að hann hefir, eins og þegar er á drepiS, nálega alls ekkert orkt nema trúarlegs efnis. I því greinir hann sig alveg frá öll- um aðalskáldum Islands á þessari öld og í rauninni á öllum öld-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.