Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 7
—3— aiigsýmlcgt, að þeir líta allir svo á, aö þar fyrst sé þeir komnir að hjartanu í sögunni um þá einstaklegu persónu, sem þeir eru að segja söguna af. þar augsýnilega stenclr þaS fyrir þeirn, að þungamiSjan sé í æfi Jesú. þar sjá þeir brennipunkt hins guSlega kærleika, hins himneska afis, sem lá til grundvallar fyrir þessari æfisögu. þangaS sjá þeir aS allt hefir stefnt, sem áSr hefir fram komiS í æti- sögu þessarar persónu. það er sá punktr, sem þeir leggja alla áherzluna á. þaS verSr því merkilegra, þetta, augsýni- legra og ógleymanlegra, þegar maSr man eftir því, að þaS er ekki einu sinni heill sólarliriugr, sem þessi píslarsögu- partr af æfi Jesú stóS yfir. Hann fer aS verSa sannarlega föstudagr langi, þessi sólarhringr, þegar maðr lítr á æfisögu Jesú meS sömu augum og guðspjallamennirnir. það teygist svo úr þessum degi fyrir trúarsjón kristins manns, aS þaS er eins og hann verði margfalt lengri en allir aðrir dagar, margfalt lengri en margir, margir dagar til samans, fyrir þá sök, aS svo óendanlega mikið gjörist á þessuin eina degi í æfisögu þeirrar persónu, sem hann er helgaðr. Hann grípr yfir allt æfistarf Jesú Krists, þessi dagr. Hann nær í rauninni út yfir öll guðspjöllin, • þessi eini dagr, og hann gjörir rneira: hann nær greinilega í vissum skilningi út yfir alla biblíuna. það renna saman í eitt allir spádómar gamla testamentisins á þessum degi. þaS er eins og öll hin helga saga drottins lýðs frá því er hið fyrsta fyrir- heiti um frelsarann var gefiS eftir syndafallið hvolfi sér í einni heild eins og himneskr bogi yfh' þennan dag. Hllar hinar ótal-mörgu og skáldlegu fyrirmyndanir trúarinnar frá öllum öldum gamla-testamentis-sögunnar ná sinni uppfylling á þessum mikla, efnisríka, ógleymanlega sólarhring. það gjörist svo mikið þennan dag, að það er eins og maSr eigi nærri því ómögulegt með að hugsa sér þaS allt kom- ast fyrir á svo stuttum tíma. það er nærri því eins og sólin hafi staðið kyrr langa-lengi þennan dag, eins og frá er sagt í Jósúabók (10, 13) að fyrir liafi komið að drott- ins ráði, til þess aS gefa drottins útvalda lýS tœkifœii til að vinna fullkominn sigr í þeirri baráttu, er hann þá átti í við sína fjandmenn. Að guðspjallamennirnir hafi litið L

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.