Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 9
—5— hafa átti og hefir nokkra þýðing? Hvaðan hafa eiginlega þessir menn það, að siðalærdómrinn sé ekki að eins aðal- atriðið í kristindóminum, heldr jafnvel kristindómrinn allr? Ekki hafa þeir fengið það út úr biblíunni. Ekki hafa guð- spjöllin, þær einu æfisögur Jesú Krists, sem til eru, gefið þeim minnstu átyllu til þess. því með því að gjöra svo langt mál úr þessu, sem gjörðist á föstudaginn langa, með því að láta píslar- og dauðasögu Jesú verða eins langa eins og hún liggr fyrir í ritum þeirra, með því að gjöra svona undrmikið úr þessum eina degi í æfi Jesú eins og þeir hafa gjört, hafa þeir svo greinilega, sem unnt er að gjöra, lagt fram mótmæli gegn því, aö siðalærdómr Jesú só að- alatriðið í því verki, sem eftir hann liggr í mannkynssögunni. Vitaskuld kom Jesús með hinn lang-fullkomnasta siðalær- dóm, sem mannkynssagan veit af. Hann kom með svo fuilkominn siðalærdóm, að engum hefir neitt slikt í hug eða lijarta komið. Hann er svo hár, hans siðalærdómr, að aldrei getr neitt slíkt heyrzt á jarðríki. Hann gengr svo hátt, hans siðalærdómr, að hann heimtar ekkert minna en þetta: Verið fullkomnir eins og yðar faðir á himnum er fullkominn. Hann setr svo hátt takmark í sínum siða- lærdómi, að því getr aldrei orðið náð af neinum dauðleg- um, syndugum manni. því takmarkið er eins hátt og guð sjálfr. En samt líta þessir æfisöguritarar, guðspjallamennirnir, alls eigi svo á, að lífsköllun Jesú hafi eiginlega verið að kenna mönnum þennan siðalærdóm. Ur því að líka siða- lærdómr Jesú er, mér liggr við að segja, svo hræðilega hár, hvað hefði það yfir höfuð átt þýða, að koma með hann, svo framarlega sem ekki hefði þar með fylgt nokkuð annað og nokkuð meira, er orðið gat og verða átti til þess, að syndugir, ófullkomnir menn gæti notað þennan siða- lærdóm. það hefði verið hér um bil sama eins og þegar í fornum æfintýrum látinn er krásadiskr í kjöltu manns- persónu, sem bundin er upp á hárinu og með hendrnar fjötraðar á bak aftr, og þessari sömu persónu svo sagt að neyta og gjöra sér gott af hinu fratnborna góðgæti. Fyrst er að leysa bið bundiia manneðli, boða bandingjunum lausn og hinum fjötruðu frelsi, áðr en siðalærdórorinn á aö geta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.