Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 13
,.])inn drottin skaltu elska’ af öllu lijarta og elska náungann sem sjálfan J)ig“. En af þeim vegi villist eg — og kvarta; ó, veiktrúaðan styrk þú, herra, mig! Eg finn, að eg er veikr, vanmáttugr, eg veit eg get ei uppfyllt hoðorð þitt. Eg vil, eg vil, en veikr er minn dugr: eg vil, en, drottinn, styrk ])ú áform mitt. En annað svar, þú, sonr guðs, mér gefr, sem gleðr mig, sem laSar mig aS þér: „Kom þú til mín, sem ekkert athvarf hefir, eg elska þig, Júnn frelsari eg er“. Eg kem til þín, eg vel mér náSarveginn; eg veit þú sagðir: „þaS er fullkomnaS" I trú eg varpa mér í faðm Júnn feginn, sem fórst til himna’ aS til búa mér staS. þú telr sæla alla’, er orS þín heyra af öllum hug og sem þig litið fá; þú, læknir daufra’ og blindra, opna eyra og auga, — lát mig heyra þig og sjá. 1111 baráttu kristiiina ínanna gegn vantrúnni er dálítil ritgjörð eftir hinn stór-merkilega Norðmann Christo- pher Bruun í tímariti hans For frisindet Christendom, 2. árg., nr. 7—8. Og greinarstúfr sá, sem fer hér á eftir, er brot af þeirri ritgjörð. Vér getum búizt viS, aS ekki fáum nútíSar-Islendingum, sem þó aS nafninu standa í kirkj- unni, þylci hér kenna trúarlegs ófrjálslyndis og jafnvel of- stœki hjá Bruun. En vér setjum þaS nú einmitt hér í blað vort af því aS sá, sem þetta segir, er viSrkenndr um öll norSrlönd fyrir sitt frjálslyndi í trúarefnum eigi síðr en sinn kristi'ega trúarhita og miklu andagift. Og svo erum vér Jíka Jiöfundinum svo hjartanlega samþykkir í því, scm hann hér segir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.