Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 8
—4 þessum augum á þennan síSasta sólarhring í æfisögu Jesú, þaS er nú þegar sýnt, og á því liggr ekki hinn minnsti vafi. Hann er í augum þeirra lang-efnisríkasti, lang-þýð- ingarmesti, lang-stórkostiegasti dagrinn ekki að eins í æfi- sögu Jesú, heldr í allri mannkynssögunni. Svo frá þeirra sjónarmiði er alveg óhætt að láta hann framvegis halda hinu undarlega nafni og kalla hann föstudaginn langa. En svo cr annað atvik, þó það naumast sé eins þýðingarmikið, seui gjörir, að' eðlilegt var, að deginum væri gefið þetta nafn. Fyrir þailn, sem líðr og kvelst, verðr æfinlega langt úr tímanum meðan kvalirnar standa yfir. Og hafi Jesús haft fullkomlega reglulegt manneðli, eins og er algjörlega víst að hann hafði og sem öll kristnin líka í sinni trúar- játning játar að hann hafi haft, og eins og líka guðspjöll- in bera ljósan vott urn að hanri hafði, þá er auðvitað, að þessi lcvaladagr hans hefir fyrir mannlegri tiltínning hans verið ógrlega langr, langtum lengri en allir aðrir æfidagar hans. Ut í þetta atriði vil eg nú ekki frekar fara. En þar á móti vil eg biðja menn að athuga, livað af þvr leiðir, að guðspjallamennirnir í sínum æfisögum af Jesú gjöra svo margfalt ineira úr því, sem gjörðist þennan eina, síðasta sólarhring af æfi hans heldr en jafnvel öllum hinum æfidögutn hans saman lögðum. Er ekki augsýnilegt, hvað þeir eiginlega skoða að verið hafi aðalerindi hans í heitninn? Unítarar og annað slíkt fólk reyna til að halda því fram, að hann hafi að eins korrrið til að kenna mönnutn siða- lærdóm, fullkomnari og fegri en til var áðr í heiminum? Reyndar draga þeir nú úr þessu aftr á stundum, því jafn- vel Búdda meðal Inda og Konfúsrus meðal Kínverja eiga að sögn þeirra að hafa komið með fullt eins fullkominn siðalærdóm og Kristr og jafnvel enn fullkornnari. En slepp- unr því. Og höldutn oss við hitt uppástandið, að Kristr hafi að eins komið til að kenna mönnurn ágætan siðalær- dóm. Eg spyr: Hvers vegna er guðspjallið á föstudaginn ianga svo langt? Hversvegna hetír píslarsagan Jesú orðið svo löng, tiltölulega inargfalt lengri en allt annað í æfisögu Jesú, hjá þessum sagnariturum, ef siðalærdómskennslan er að- alatriðið í æfisögu hans, eina atriðið í framkornu hans, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.