Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 16
—12— veriS nálega þeir einu, sem siglt hafa og fengiS á sig nokk- urt snið, búið til handa sér „fín“ embætti og látið þjóðina gegn um þau líta upp til sín eins og sauða af öðru húsi en hún sjálf. Svo hefir á síðari tímum enginn verið talinn maðr með mönnum nema hann hefði siglt til Kaupmanna- hafnar og framast þar, með því einkum og sér í lagi að lesa lögfrœði. Allir beztu kraftarnir meðal stúdentanna hafa lent í þessa áttina. Sízt af öllu hafa Islendingar þar lesið guðfrœði. því bæði er það, að materialismus 19. aldarinn- ar er kominn upp til Islands, og svo hafa lögfrœðingarnir búið svo um hnútana, að prestaköllin íslenzku geta ekki, að því er til embættislaunanna kemr, orðið neinum hvöt til þess að leggja fyrir sig guðfrœðisnám. Nálega undan- tekningarlaust allir námsmenn vorir ganga sinn skólaveg af þeirri aðalhvöt, að ná fyrir hann í embætti, „brauð". Og svo er gangrinn þessi: Stúdentarnir frá latínuskólanum með lakasta vitnisburði eru dœmdir til að fara á presta- skólann eða læknaskólann, því þeir geta engan styrk feng- ið við háskólann í Höfn. Nú er hvötin meiii til að fara á prestaskólann en læknaskólann, af því að „brauðin“ eru fleiri en læknaembættin, og svo er próf þar léttara, náms- tími styttri og meiri opinber fjárstyrkr. þeir, sem gott próf fá frá latínuskólanurn, eða þeir, sem teljast mega veru- lega efnilegir, fara því að eins á prestaskólann íslenzka, að þeir annaðhvort vilji sem fyrst verða prestar, sem nú er mjög sjaldgæft, eða þeir hafi ekki peningaráð til að sigla til háskólans. Afieiöingin af öllu þessu er, að inn í hóp þeirra, er vera eiga leiðtogar þjóðarinnar í andlegu til- liti, prestanna, lenda tiltölulega lang-flestir þeirra, er litlum hœfilegleikum cru búnir, en lang-fæstir í lögfrœðinga-hópinn ; og þá er engin furða, þó að veslings íslenzka kirkjan eigi örðugt meö að sýna mikil afreksverk eða yfir höfuð að tala að halda áliti sínu í augum almennings. Lögfrœðing- arnir íslenzku eru enn ekki nema 24, en prestar yfir 160. Og þó eru vafalaust fleiri veruiegir hœfilegleikamenn meðal lögfrœðingannx en prestanna. Svo lögfrœðingastefnan og -lífsskoöanin verðr ofan á til stórtjóns fyrir land og lýð.— J)ess vegna segi eg hiklaust mcð „Sam.“: Burt með öll hin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.