Sameiningin - 01.03.1891, Blaðsíða 11
■7'
vors fólks, sem í sannleika vilja kristnir vera, muni eftir
þessu banatilræði gegn Jcsú Kristi á föstudaginn langa.
Yel skil eg þaö, að margir geti á vorri tíS haft veika
trú á það, sem er hjartað í kristindóminum. það eru svo
mörg öfl á þessum byltingagjarna tíma, sem hagga vilja
vorri barnatrú og leiða oss í efa og óvissu. Eg skil allt
það hjá öðrum, sem eg sjálfr hefi haft við að stríða. En
eina hugvekju vil eg koma með, helgaða föstudeginum langa,
sem mér finnst ætti að geta hjálpað mörgum. Og Passíu-
sálmrinn 49., sá út af greftran Jesú, og sá, sem eg í barn-
œsku lærði að skoða sem sérstaklega heyranda til þessum
degi, hefir minnt mig á þá hugvekju. það er búið að
deyða Jesúm. Hann hangir með sárin sundr flakandi á
krosstrénu milli líkanna af ræningjunum. það er komið
kvöld, sabbatsdagrinn mikli fer í hönd, og áðr en hann
fyrir alvöru sé byrjaðr, verða líkin að vera tekin niðr
af krossinum og þeim lcomið úr augsýn. Nú koma tveii'
menn til sögunnar, sem lítið eða ekkert hafði borið á áðr.
Annar hafði reyndar eitt sinn á náttarþeli, í allra mesta
kyrrþey, farið á fund Jesú til þess að frœðast af honum
um himneska hluti. En það atvik liggr nú svo langt til
baka. þetta var Nikodemus, einn úr sjálfu prestaráði Gyð-
inga. Hinn lieitir Jóseí frá Aremaþía, annar merkr maðr
úr höfðingjaflokknum þar í Jerúsalem. þeir höfðu undir
niðii lengi t.rúað á Jesúm, en trúin þeirra var svo veik,
að hún þorði ekki að opinbera sig. Hún lá eins og eisa
í öskuhrúgu, hulin fyrir ölluin nema guöi almáttugum. En
þegar búið er að deyða Jesúm á þennan grimmdarfulla og
samvizkulausa hátt, sem píslarsagan segir, þá stóð trúin
þeirra allt í einu í Ijósum loga. þá áræða þeir að ganga
opinberlega til Pílatusar og biðja um líkama Jesú, til þess
að veita honum heiðarlega og veglega greftran. Og nú
er af þeirra hálfu ekkert til sparað, til þess að hinum
látna meistara þeirra sé sýnd öll elsku- og virðingarmerki.
þeir leggja stórfé til útfarar hans, og þeir vinna aö þessu
síðasta kærleiksverki Jesú til handa með eigin höndum
sínum. Og annar þeirra leggr sjálfr til gröf handa hinum