Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 5
—101— aS gjörast að nátninu afloknu starfsmenn sinnar eigin ís- lenzku kirkju. Jtegar er kirkjufélagið hefir sett akademí sitt á stofn, hefir þaS ritvegaS sér trygging fyrir því, að nœgilega mörg íslenzk prestaefni verði hér til í framtíS- inni. Svo skólamál vort leysir algjörlega þaS mikilsverða spursmál, sem nú er sífellt uppi vor á meðal og sem meS ári hverju ketr hærra og hærra til sín heyra, hvernig hœta eigi úr hinum mikla prestaskorti kirkjufélagsins. AS skólamáliS er vort aðalmál nú, þaS höfum vér séS og liér gjört talsverSa grein fyrir. Og með þessum hug- leiSingum vorum vildum vér eimnitt minna alla lesendr blaðs vors, sem hera velferS kirkjufélagsins og kristindóms- ins fyrir brjósti, á þaS, aS þeir þurfa aS líta á þetta skóla- stofnunarmál eins og sitt aðalmál. AndstoeSingar og óvinir kirkjufélagsins hafa sýnt, aS þeir skilja, hve mikið skóla- málið þýSir fyrir oss og kirkju vora. þeir hafa sýnt það með því í ákefð að fara aS tala á móti því. þeir sjá, að kristindómsmáli voru er borgiS í framtíðinni, að hin kirkju- lega vinna félags vors hlýtr að hafa framgang, svo fram- arlega sem vér fáum komið skólanutn upp. þeim sýnist í þessu efni alveg rétt, og þá væri hörmulegt, ef allir þeir Islendingar hér, sem trúa á kristindóminn og standa vilja í kirkju vorri, ekki sæi þetta sama. En þeir af kirkju- lega og kristilega hugsandi mönnum, sem virkilega sjá hér eins langt og andstœðingar vorir, þeir ætti þá líka að láta þá sjón ýta undir sig með að hjálpa skólamálinu áfram, styðja nú slcólasjóSinn, sém þegar er myndaðr, meS svo rífiegum fjárframlögum sem efni þeirra og ástœSur frekast leyfa. þeir, sem til sín hafa látiS heyra á móti hinni fyrir- huguðu skólastofnan kirkjufélagsins, hafa meSal annars fleygt því fram, að þetta íslenzka alcademi inyndi ekki verða til annars en draga unglinga vora fleiri eða færri inn á tiltölulega lélegan frumbýlingsskóla burt frá miklu hetri og fullkomnari ameríkönskum menntastofnunum, svo aS í staðinn fyrir að gjöra fólki voru í menningarlegu til- liti gott, myndi hann að eins gjöra illt. — Einn af leik- mönnum vorum, hr. Yilhelm Pálsson, hefir nú ekki fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.