Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 3
—99— litla andloga áreynslu. En þó að maðr standist þá áreynslu, þá stendr samt æíinlega sá, sem farið hefir á mis við hér- lendan skólagang, miklu verr hér að vígi en hinn, sem frá upphafi hefir náS aS menntast hér. Meö sínurn hezta vilja til þess að verða í menntunarlegu tilliti hér eins og innlendr verðr hann æfinlega eins og annar útlendingr. Hann nær aldrei fullkomlega því lagi, sem hér á við, við hina andlegu vinnu sína. það getr verið, að hann hafi opið auga fyrir öllu því, sem bezt er til í þjóðernislegri eign síns eigin fólks, sjái það skýrara en hann nokkurn tíma sá áðr en hann ílutti til þessa lands, meti það meira en allr þorri menntuðu mannanna, sem heima sitja; en að ávaxta það hér og gróörsetja það inn í hérlent þjóðlíf, til þess dugir hann aldrei neitt líkt því eins vel eins og hann hefði gjört, hefði hann fengið reglulega ameríkanska skóla- menntan. það leggr sig þannig sjálft, að þeir, sem í framtíðinni eiga að verða andlegir leiðtogar fólks vors í þessu landi, þurfa nauðsynlega að hafa fengið hérlenda skólamenntan. Vér sáum þetta ekki eins skýrt fyrir fáeinum árum eins og vér sjáum það nú. það, hvernig tilraunir vorar með að fá hingað presta eða prestaefni heiman frá Islandi hafa misheppnazt, hefir algjörlega opnað á oss augun í þessu tilliti. Og með tilliti til næstu framtíðar liefir þá líka verið búið svo um hnútana, að nokkrir ungir íslenzkir náms- menn, sem til þess hafa fundið köllun, hafa í síðustu tíð verið sendir á ameríkanskar menntastofnanir tilheyrandi lútersku kirkjunni, í því skyni að þeir undirbyggi sig þar til þess svo fljótt sem ástæður leyfa í nafni kirkjutelags vors að taka að sér kennimannlegt starf meðal landa sinna hér í álfunni. Einir sjö slíkir Islendingar munu, að því er vér vitum bezt, í vetr komanda ganga á œðri lúterska skóla í Bandaríkjum. það er að vísu undr lág tala, sér- staklega þar sem engin vissa er fyrir, að kirkjufélaginu bœtist neinn nýr guðfrœðislega menntaðr maðr úr annarri átt á tímanum, sem líðr, þangað til ]?essir menn hafa lokið skólanámi sínu. En það er þó inargfalt betra að eiga innan fárra ára von á þessum mönnum til hinnar andlegu vinnu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.