Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Síða 14

Sameiningin - 01.09.1891, Síða 14
—110— þýzku nýlendunni út £rá Langenburg austa,n við hina ís- lenzku þingvalla-nýlendu í Norðvestrlandinu, á ensku af séra Friðrik J. Bergmann, og á íslenzku af séra Jóni Bjarna- syni. En hornsteinslagninguna sjálfa framkvæmdi Rcv. Streich,' hinn þýzki prestr safnaðarins, sem þessari kirkju er að koma upp. — A eftir íslenzku kirkjunni er þetta fyrsta kirkja lútersk, sem reist er í Winnipeg. Og nú er sœnsk-lúterskr söfnuðr, sem Rev. Almen frá New London í Minnesota íékk myndað hér síðastliðið haust og sem síð- an hetir notið þjónustu ýmsra annarra presta frá Agústana- synódunni, líka á leiðinni með að koma sér upp kirkju. — í Júlí-mánuði (hinn 15.) andaðist stud. theol. Þorsteinn Skúlason í St. Peter, Minnesota. Hann hafði ætlað sér að gjörast kennimaðr í kirkjufélagi voru, og tók síðastliðið haust til að undirbúa sig undir það starf með því að ganga á Augsburg Seminary í Minneapolis, prestaskóla „hinnar sameinuðu norsk-lútersku kirkju“ í Bandaríkjunum. Með stakri alvöru og kappi stundaði hann þar nám sitt, og inhán tveggja ára stóð til að hann lyki sér af og gengi að kennimannsstarfi meðal fólks vors hér. En drottinn kallaði hann burt og lét þá von vora verða að engu. Hann hefir grœtt, en vér höfum misst. — Hann var í sum- arleyfinu við kennslu á norskum barnaskóla nálægt Minne- sota, rétt við íslenzku b}7ggðina þar, þegar hann allt í einu sýktist af banvænum sjúkdómi í höfðinu, varð brjál- aðr og síðan sendr á spítalann fyrir vitskerta menn í St. Peter, þar sem hann lézt fám dögum síðar. Lík hans var flutt til Minneota og þar jarðsungið af séra Stgr. þorlákssyni. —þorsteinn heitinn var sonr séra Skúla Gíslasonar á Breiðabóls- stað, sem andaðist 1888 undir árslok, hálfu öðru ári eftir að þorsteinn kom hingað vestr. A iatínuskólann í Reykjavík hafði hann gengið nokkur ár, án þess þó að hafa tekið ,þar, burtfararpróf. — Biblíuljóð. séra Valdemars Briem, sem lesendr „Sam.“ hafa fengið svo ágæt sýnishorn af, verða að líkindum gef- in út á prent af Bókmenntafélaginu. Hann bauð þau fé- laginu á ársfundi þess í sumar í Reykjavík og á þeirn fundi var nefnd sett til þess að segja álit sitt um gildi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.