Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 1
♦ láánaðarru til stu&nings lcirlcju og Tcristindömi íslendinga, gefid út af hinu ev. lút. Jcirkjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 6. árg. WINNIPEG, SEPTEMBER 1891. Nr. 7. SKÓLAMÁLIÐ var eitthvert helzta málið, er uppi var á síðasta ársþingi kirkjufélags vors. Og í framtíðinni hlýtr það að verða vort aðalmál. þetta skólamál vort þýðir ákaflega mikið. það þýðir það, að vér viljuin svo fljótt sem þess er nokkur kostr koma á fót ofr-lítilli menntastofnan fyrir hinn íslenzka þjóðflokk í þessari lieimsálfu. Oss er það fulllcomlega ljóst, að kirkjufélag vort getr ekki staðizt í framtíðinni nema því að eins, að því takist að koma slíkri stofnan upp og halda henni síðan gangandi. Félagið þarf hiö allra bráð- asta að fá bœtt úr sinni miklu núverandi prestafæð. Eins og stendr getr það ekkert fœrt sig út fyrir þá sök, að prestana vantar. Alvarleg tilraun hefír gjörð verið í lið- inni tíð til þess að iitvega félaginu presta eða prestaefni frá íslandi, en eins og kunnugt er hefir hún misheppnazt. Hinn liðni tími hefir fœrt oss heim sanninn uin það, að ótœkt er að ætla upp á hjálp í þessu efni úr þeirri átt. það gleðr oss auðvitað, ef forsjóninni þóknast að senda oss heiman af Islandi einstaka hœfa verkamenn inn í liinn kirkjulega víngarð vorn liér. En að láta fraintíð kirkju- félagsins vera komna undir því, að slíkir menn fáist það- an, er algjört óvit. Til aðalstarfsmanna fyrir kirkju vora hér þurfum vér að sjálfsögðu að fá menn, er menntan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.