Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 10
—106 hjá oss er enginn félagsskapr í þessa átt .... og þó hrópar röddin einlægt hærra og hærra: Hafið andvara á yðr, því nú er hættuleg tíð ! .............. i. Apr. 1S90. .... jjað getr víst ekki dulizt neinum af yðr, að aðalorsökin til hinnar miklu deyfðar í voru kristindómslífi á þessum síðustu tímum er hið algjörða hugsunarleysi safn- aðanna í því að vinna í félagsskap og með sameinuðum kröftum að sínum velferðarmálum. Er ekki vort kristin- dómsástand líkt ástandi þess ríkis, sem veit af óvinum í landi sínu, sér þá ferðast um í hverri sveit, taka sér að- setr á hverjum bœ, 0g gjörir þó ekkert, alls ekkert, til að reka þá af höndum sér ? .. .. Fólkið er rajög svo hætt að sœkja drottins hús. það finnr ekki löngun til að vegsama drottin sinn í guðs söfnuði, finnr elcki huggun né hug- svölun 1 hans náðarorði, og sést ekki nema á strjálingi við hans náðarborð. Heimsins bg tíðarinnar andi og crð hefir meira og minna gripið fólksins hjörtu og sitr þar í fyrirrúmi fyrir guðs orði og náðarboðskap þess..........Hve- nær hafa þá verið sterkari hvatir en einmitt nú fyrir ís- lenzka presta til að sýna það í orði og verki, í anda og sannleika, að þeir þekki og kannist við kröfur tímans og leggi allt í sölurnar fyrir velferð guðs safnaða ? Aldrei, aldrei hefir vérið meiri þörf á fjörugu safnaðarlífi, aldrei meiri þörf á að hver styrkti annan og hjálpaði öðrum. Skilyrðið fyrir slíkri kristindómshreifing er að minni hyggju eindregin og alvarleg samtök prestanna. Allir prestar, sem saman geta unnið fjarlægðar vegna, verða að sannfœrast um, að það sú guðs köllun til þeirra, að sinna þessu nauð- synjamáli, og þessi samtök ætti að ganga út frá héraðs- íundum.......Gæfi menn sér tíma til á þessum fundum að ihuga og rœða velfefðarmál safnaðanna, mætti vissulega mik- ið gott af því leiða. Yér verðum að læra að skoða þessa fundi eins og vort kirkjuþing í hinu smáa, sem í raun og veru hefir mikil og merkileg völd í kirkjumálum...........En til þess að nokkrar samneður geti orðið um ýms merkileg mál er óhugsanda, að geta afgreitt þau á einum degi. .... Oss má ekki vaxa í augum að gefa út til þess 3—4 daga,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.