Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 13
—109— — Hið nýja málgagn kirkjunnar á íslandi, sem synód-us í sumar afréð að byrja skyldi tilveru sína hið bráðasta, hóf göngu sina i Júlímánuði með séra þórhalli Bjarnarsyni prestaskólakennara sem ritstjóra, og er fyrsta númer þess þegar til vor komið. Nafn þess er KirkjublaSið. fað er mánaðarrit af ná- lega sömu stœrð og ,,Sameiningin“. Prentunar-frágangr þess allr er vel vandaðr. J>að byrjar með mjög fáorðu ávarpi til lesanda frá ritstjóranum. Og sést á því, að hann ætlast til, að margir bæði meðal presta og annarra kirkju- lega hugsandi manna verði til að rita i blaðið. Hann vill gefa öllum slík- um mönnum orðið. Enda lætr hann í þessu fyrsta nr.i aðra menn fremr tala en sjálfan sig. Og þessir aðrir menn, sem þar tala, eru: séra Ólafr Ólafs- son í Lundi í Borgarfirði (í broti af prédikan á undan synódus þessari síðustu), séra Gunnar heitinn Gunnarsson (i ljóðum, sem nefnd eru Fegins-ljóS), séra Lárus Halldórsson (i ádeilugrein með fyrirsögninni: Mitt hús er bænahús út af sölu aðgöngumiða til ,,konserta“ í Rvíkr-kirkju) og séra Ó1- afr Ólafsson i Guttormshaga (í broti af fyrirlestri, er hann hélt i Rvík 12. Júlí til svars upp á spurninguna: Hvernig líSr kirkju- og triíar-lifmu d íslandi?). Sjálfr ritar ritstjórinn stutta grein um synódus þessa árs og þau mál, er þar voru til meðferðar. Allt, sem er í blaðinu, er vel þess vert, að það sé aimennt lesið. Og vér óskum þess af einlægum huga, að blaðið fái mikla útbreiðslu meðal al- mennings safnaða vorra hér. Auglýsing um KirkjuhlaSiS verðr framvegis í ,,Sam.“ — Prestastefnan íslenzka, sem synódus er kölluð, hélt fund sinn fyrir árið ár, eins og vant er, 4. Júlí og í Rvíkr-kirkju. Nýmæli, sem þar var hreift, voru þessi: að kírkjan ísi. fái nýjar og fleiri textaraðir við guðs- þjónusturnar eins og allar aðrar lúterskar þjóðkirkjur hafa þegar fengið, að handbók presta sé endrbœtt, að íslenzkt kristniboðsfélag sé stofnað, og að kirkjublaðið skuli byrja. Hin tvö fyrst nefndu mál, sem séra Jens Pálsson hreifði, leggr biskup fyrir héraðsfundi til álita. J>riðja mál- ið, sem séra Oddr V. Gíslason bar fram, fékk daufar undirtektir og var látið óútkljáð. Svo var og bindindismáliö uppi á fundinum. Séra Ólafr Ólafsson (frá Lundi) prédikaði á undan fundinum, eftir að sunginn hafði verið sálmrinn: Hjálpi guð, hér enn þá er akr þakinn dauðum beinum. Og bendir það sálmsval meðal annars á meiri viðrkenning en áðr hefir á synódus komið fram fyrir því, að eitthvað verulegt sé að ástandi islenzku kirkjunnar. — þýzka lúterska kirkju er verið að reisa hér í bœnum (á horninu á Fountain str. og Henry str.), og var horn- steinn að því húsi lagör sunnudaginn 9. Agúst samfara hátíðlegri guðsþjónustu. þrjár rœður voru fluttar við það tœkifœri; á þýzku af Rev. Berthold, presti safnaðanna í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.