Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 2
—98— hafa fengið hér í Ameríku. þeir Jnirfa aS hafa fengið ekki að eins hérlenda guöfrœSismenntan, heldr hka, og það jafnvel cnn þá fremr, hérlenda almenna skólamenntan. Menn segja, og. þaS með réttu, að allir, sem fullorSnir koma til þessa lands úr hinum gömlu löndum norðráifunnar, þurfi að yerða eins og nýir menn, læra upp á nýtt að vinna, taka upp nýtt vinnulag í nálega hverju sem er, þegar hingað er komið, svo framarlega sem þeir eigi hér að geta komizt nokkuð áfram. Á þetta hafa allir íslendingar hér rekið sig. þeir vita, að engum nýkomnum manni að heim- an dugir að gjöra sig ánœgöan með, þótt hann geti með sönnu sagt: „Kunna þótti eg norðr þar“. Kunnáttan, sem þar gat dugað, dugir hér ekki. Hann verðr að breyta til, taka upp nýja aðferð við vinnu sína, læra að beita nýju lagi, sem hér á við. það kostar áreynslu og stríð þetta; en það er óhjákvæmilegt, því sitji hinn aðkomni maðr við sinn keip, þá liggr hann brátt undir í samkeppninni við þá, sem kunna hérlend tölc á vinnu sinni, og verðr óhœfi- legr fyrir lífið hér, hversu vel sem hann þótti duga í hin- um upphaflegu átthögum sínum. En sé þetta satt, eins og það vissulega er, þegar um almennan verknað er að rœöa, þá er það eigi síðr satt, að því er kemr til andlegrar vinnu. Skólamenntanin, sem fæst og fengizt getr heiina á Islandi, getr, ef til vill, þegar bezt lætr, dugað fyrir lífs- ástœður manna þar heima; en að hún geti líka dugað fyr- ir lífsástœður manna í þessu landi, það stendr sannarlega ekki til. Og eigi einn íslendingr, sem að eins hefir fengið þá menntan, er veitzt getr á skólunum heima, að verða verulega hœfr til félagslegrar andlegrar vinnu meðal landa sinna hér, þá verðr hann í menntunarlegu tilliti að mörgu leyti að umskapast og endrfœðast, eftir að hann er hingað kominn. Hann verðr að losa sig við svo eða svo mikið af því, er áðr komst inn í hann með hinni heima-fengnu skólamenntan, og hann verðr að fá svo margt og mikiö nýtt inn í sig, sem hann ekki dreymdi neitt um meðan hann átti heima á íslandi. Og það, að láta menntan sína, eftir að maðr er orðinn fullorðinn og tekinn hér til starfa, breytast á þennan hátt, það kostar sannarlega meira en

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.