Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 6
—102—
löngu í opinberri rœSu, er hann hélt hér í Winnipeg, og
sem b'rot hefir verið prentað a£ í „Löghergi“ greinilega
sýnt fram á, hve einskisverS þessi móthára gegn hinum
fyrirhugaða skola er. Af þeim rúmlega 10 ungmennum,
sem í fyrra gáfu sig fram til að nota kennslu þá, er boð-
ið var að veita hér í kirkjufélagsins nafni, en sem fyrir
sérstakar ástœður ekki gat komizt á, varð ekkert til þess
að ganga á neinn skóla, þegar þessi kennsla brast, né
heldr myndi neitt þeirra á nokkurn skóla hafa gengið, þó
að kennsla j.’cssi hefði ekki verið framhoðin. Hefði skól-
inn þá getað komizt á, þá hefði allir þessir unglingar þó
fengið ofr-litla skólamenntan, í staðinn fyrir að þeir enp
þá hafa alls ekki gengið á neinn skóla. Hún er svo barna-
leg, þessi mótbára, gegn skólafyrirtœki kirkjufélagsins, að
upp á hana er ekki orðum eyðanda. Hitt er þar á móti
vert að taka fram, að slík íslenzk skólastofnan, þótt lítil
og ófulllcomin hiyti að verða t fyrstu, myndi alveg vafa-
laust verða til þess, eins og þegar hefir verið hér á drepið,
að auka námfýsi œskulýðs vors og gefa öllum þeim drengj-
um og stúlkum, er á þann skóla gengi, hvöt til þess að
leita sér meiri inenntunar, meðal annars ýta undir mars-a
unglinga af hinum íslenzka þjóðfiokki hér, til þess að læra
svo mikið og þroskast svo mikið andlega, að þeir yrði hœfir
til að gjörast kennendr við liina opinberu alþýðuskóla
landsins. þaö er hörmulegt til þess að vita, hve mennta-
stofnanir þessa lands hafa til þessa lítið verið notaðar af
Islendingum, hart, nærri því óþolanda, að enn skuli ekki
prófaðir íslenzkir kennarar vera til fyrir helminginn af
alþýðuskólunum í hinum ýmsu íslendingabyggðum hér í
landinu. Og það væri undarlegt, ef þetta ástand lagaðist
ekki ofr-lítið við það, að kirkjufélagið kœmi hinu fyrir-
hugaða akademíi á síofn.
Og ef íslendingar eiga eitthvað það í þjóSlífsarfi sín-
um, sem getr haft nokkra þýðing einnig hér í nýju og
1 ictra landi, — og því munu flestir, sem ekki eru alveg
hættir að vera íslendingar, vilja halda fram, — þá skyldi
maðr ætla, að eigi yrði hér mcð neinu eins vel að því
hlynnt eins og með því að halda íslenzk-ameríkanskri skóla-