Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 15
—111—
þeirra og það, hvort boS höfundarins skyldi þegiS. Vafa-
laust ræðr nefndin til þess að félagið taki verkið til prent-
unar.
Séra Yaldemar Briem er fœddr 1. Febr. 1848, en eJcki
4. Febr. það ár, eins og stóð í „Sam.“ fyrir Janúar síðast-
liðinn (V, 11). Oss heíir gleymzt að leiðrétta þessa villu
þangað til nú.
— jSTýr söfnuðr heíir í sumar .verið myndaðr í
„Lögbergs nvlendu", eða nýbyggðinni íslenzku norðr af
þingvallanýlendunni í Assiniboia, og á löglegum fundi, sem
sá söfnuðr hélt 13. Júlí, gekk hann í kirkjufélag vort.
Nafn safnaðarins er Lúters-söfnuffr.
— Mánaðarrit íslenzkt, að nafni „Sunnanfari“, er með Júlí
í sumar farið að koma út í Kaupmannahöfn. það ætlar
sér að koma með myndir af merkum Islendingum og ann-
arra þjóða mönnum, sem einhverja sérstaka þýðing hafa
haft fyrir Island eða íslenzku þjóðina. Yið pólitík ætlar
blaðið ekki að eiga, en á íitkomandi íslenzkum bókum
vill það hafa auga. I fyrsta nr.inu er æfisaga Pétrs bisk-
ups Pétrssonar (með mynd) eftir cand. theol. Adolf Niko-
laisen. Og í öðru nr.inu er mynd af prófessor W. Fiske,
°g fylgir þeirri niynd dálítil hugleiðing um þann alkunna
Islandsvin. Abyrgðarmaðr ritsins er dr. Jón þorkelsson.
KIRKJUBLADID mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu, á stœrð við „Sam.“,
kemr út í Rvík, undir ritstjórn séra f>órhalls Bjarnarsonar, og kostar frá Júlí
til ársloka að eins 25 cents. Má panta hjá W. H. Paulson í Winnipeg og
Sigfúsi Bergmann á Gardar P. O., Pembina Co., N. Dak. Borgun sé greidd
fyrir 1. Okt.
Fjárheimtu fyrir ,,Sam.“ hefir séra Fr. J. Bergmann í Dakota og Minne-
sota, P. S. Bardal í Winnipeg og Selkirk, séra Hafst. Péirsson í Argyle- og
pingvalla-nylendum og Jóhann Briem í Nyja íslandi. Annars sé peningar
til ,,Sam.“ sendir M. W. H. Paulson, 162 ilth Str. N., Winnipeg.
Á Islandi borgi allir útsölumenn „Sam. “ til bóksala Sigurðar Kristjáns-
sonar í Reykjavík.