Sameiningin - 01.09.1894, Qupperneq 6
—102—
Jmr saman komnir 4 pnifastar, 10 prestar og 2 prestaskóla-
kennarar, auk stiftsytirvaldanna, J>að er að segja biskups og
amtmanns suðr- og vestrlandsins. Séra Ólafr Ólafsson í Arn-
arbœli prédikaði og hafði fyrir texta 1. Mós. 4, 9-10 (:„þí sagði
drottinn við Kain: Hvar er Abel bróðir þinn? Og hann mælti:
það veit eg ekkki; á egað geta bróður míns?“ o. s. frv.). því
næst var f'undrinn settr í efrideildarsal alþingishússins, og var
nú, í fyrsta siuni í sögu synodusar, haldinn í heyranda hljóði.
Hafði sú nýlunda verið samþykkt á synodus í fyrra.
Annars gjörðist fátt, er tíðindum sætti, á samkomu þessari,
enda stóð hún ekki yfir nema tæpar 4 stundir, að því er
Kirlcjublaðið' segir frá. Eftir vanda var fé nokkru úthlutað
til uppgjafapresta og prestaekkna og skýrt frá hag hins svo kall-
aða prestsekknasjóðs. Biskup skýrði frá því, að nefndin, sem
um árið var kosin til að endrbieta handbók presta, væri vinn-
andi og hefði þegar komið sér sarnan um flest undirstöðu-atriði.
Sömuleiðis vakti hann máls á sölu biblíunnar og nýja testa-
mentisins frá brezka liiblíufélaginu og beiddist þar fylgis fuud-
armanna. Einn prestr hreifði því, að prestum væri leyft að
fella niðr guðsþjónustur í kirkjum sínum svo sem þrjá sunnu-
daga á ári, svo þeir fengi þá tœkifœri til að heiinsœkja ná-
grannapresta sína og heyra þá prédika. En því var mótmælt,
og var í þess stað komið með þá bending, samkvæmt því, er
tíðkast í Danmörk, að heppilegt væri, að nágrannaprestar, til
þess betr að geta kynnzt hver öðrum, kœmi sarnan á virkum
dögum hver hjá öðrum, í því skyni að rreða um andleg nrál, og
enn fremr, að þeir í \iðh;gum á lielgum dt'gum hefði kirkna-
skifti og flytti „messur' hver fyrir annan.
Eftirfylgjandi tillaga kom frá biskupi og var samþykkt í
einu hljóði: „Synodus lýsir yfir því, að nú, þegar viðunanlega
er brett úr prestafœðinni á íslandi, sé það reskilegt, að nokkur
prestaefni, sem því gæti við komið, vildi helga starfsemi sína
andlegum þörfum landa vorra í Vestrheimi." S imuleiðis hreifði
biskup samskotum td missíónsprestsins íslenzka í Utah, séra
Runólfs Bunólfssonar, og ráðgjc'rði, að rita um það mál í pró-
fastsdremin sunnanlands.
Minnt var líka af einum fundarmanni (séra Jens Púlssyni)