Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1895, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.10.1895, Qupperneq 7
Hann gaf þeim vit á að gjöra greinarmun sá,vtrgunda og sýndi þeim, hvernig að því skyldi aS fara safna ávöxtum. í stuttu máli: hann frœddi þá um sérhvað eina, er gæti orðið til þess að milda lifnaðarháttu manna ogyfir höfuð menr.ta mannkyniS. Og svo víðtœk var frœðsla sú, er hann veitti, aS siðan hefir engu verulegu verið við bœtt í framfara-áttina. Um sólsetr var það vandi veru þessarar að steypa sér í sjóinn og dvelja alla nóttina í djúpinu, því hún gat jafnt lifað í sjó og á landi.“ Berósus skj;rir og frá því, að við og við hafi aðrar verur lílcs eðlis og þessi mikli kennari, á margra alda fresti, komið fram, upp úr sjónum, með nýja frœðslu mönnunum til handa, og að ný tímabil hafi verið talin frá framkomu hverrar ein- stakrar af þessum yfirnáttúrlegu verum, sem kallaðar eru „avatar,“og hafi hverfyrir sig af þessum guðdómlegu sendiboðum haft sitt sérstaka nafn. það má þannig virðast ljóst, að alla þá tíð í sögu ísraels, sem komið getr til máls að spádómshók Jónasar verði talin til, hafi Niníveborgarmenn trúað á guð- dóm, sem öðruhverju sendi þeim boðskap með persónu einni, er sté upp úr hafinu og var samsteypa af fiski og manni. Og þar sem svo stendr á, hvort inyndi þá eigi vera sennileg og hugsunarfrœðislega eðlileg kraftaverkssagan um Jónas í hval- fiskinum og hinn makalausa árangr, sem prédikan hans hafði í höfuðstað Assýríu, eftir að fiskrinn hafði kastað honum á land ? Gat Jónas, er hann skyldi koma fram sem boðberi af guði sendr til Niníveborgar, haft nokkuð betra til sönnunar máli sínu en það, að stórfiskr einn hafði spúið honum í votta viðrvist á land, að öllum líkindum á strönd Fönisíu, þar sein fiskguðinn var sérstaklega tignaðr ? Annar eins atburðr myndi að sjálf- sögðu Ideypa áhorfendunum, eins örir að tilfinningum og austr- landabúar jafnaðarlegaeru,algjörlega í uppnám, og þegar maðrinn lagði á stað með erindi sitt til borgar þeirrar, sein einmitt var miðpunktr fiskguðstilbeiðsíunnar 1), myndi fjöldi fólks tafar- 1) Staðrinn,yar sem .J(5nas kom á land, er ekki nefndr í biblíunni. enda gjörir i>að hvorki til né frá, í sambandi við þá skýringar tilraun, sem hér er fram iögð. Ilann fór rakleiðis til Niníve frá staðuum, |.ar sem hann hafði komið á land, og gátu hinir austrlenzku menn, sem verið höt'ðu við staddir, |.egar flskrinn kastaði honurn á land, farið með houum þaðan, hvar sem staðrinn kann að hafa verið.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.