Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1895, Síða 8

Sameiningin - 01.10.1895, Síða 8
—120— laust slást 1 för meS persónu þeirri, or svo greinilega leit út fyrir aS væri ein ný opinberan (eða ,,avatar“) fisk- guðsins, vitnandi urn það fyrir öllum, sem þeir hittu, að þessi persöna hefði risið upp úr sjónum. Og hver skyldi furða sigá því, að þegar það spurðist í Niníve, að hinn nýi spámaðr meðal þeirra hafði kornið úr munni fiskjar eins í hafinu til að flytja þeim hinn guðlega aðvörunar-boðskap 2), að þá hafi allr iýðr, „bæði ungir og gamlir'2 3 4, tafarlaust hlý'tt aðvöruninni og haii gjiirt það, sem þeir gátn, til þess að afstýra dómi þeim, er hann hafði boðað þeim að yfir þeim vofði ?») það er þannig algjörlega auðsætt samkvæmt upplýsingum þeim, er fyrir liggja, viðvíkjandi fornsögu Assýra, að eigi á annað borð að líta á spádómsbók Jónasar eins og reglulega'sögu, þá hefir gild og góð ástœða verið fyrir því, að fiskr er látinn gleypa Jónas í því skyni að hann kœmi fram út úr fiskmunni, og sömuleiðis, að það er í alla staði eðlilegt, að íbúar heillar borgar hafi, eins og frá er skýrt, á einni svipstundu skipazt við aðvörun hans, með því að kraftaverk þetta fellr nákvæmlega inn í trúarskoðanir og eftirvæntingar þessa fólks. Og leiðir þá einnig af þessu, að hinar tvær mótbárur á móti sögulegum áreiðanlegleik spádómsbókar þessarar hafa ekki framar það gildi, sem áðr gat virzt þær hefði.4) (Niðrlag næst.) 2) í>að er ekki sagt í frásögn biblíunnar, að.Tónas hafi talað til fólksins í Niníve í nafni Jehóva. Að eins er sagt, að „orð drottins'* hafi komið til hans, þegar hann var sendr þangað (Jón 1, 1 og 3, 1). Sagan segir ; „Nin- íveborgarmenn hlýddu fitðt'1, og enn fremr: „En er guð sá bieytni þeirra, að þeir létu af sínu vonda athœfi, þá lót guð hjá líða þá hegning, er hann liafði hótað þeim, og lét hana ekki fram koma (3, 5 og 10). Og getr allt þetta samþýðzt við þá skoðan, að Ninívebnar hafi, þá er Jónas kom til þeirra í nafni guðs, er hann þekkti sem Jehóva, fúslega hlýtt á hann sem fulltrúa þess guðs, sem þeir nefndu I)agan. 3) Saga biblíunnar um það, að almeaningr í heilli borg hafi við bend- ingar konungs þess staðar snúizt til Iðrunar og aftrhvarfs, er í fullkominni samhlióðan við það, sem menn vita af sögunni að iðulega kom fj-rir, þá er konunglegir höfðingjarí austilöndum urðu fyrir einhverri mikilli sorg eða skelfing. 4) Ilvað sem öðrum mótbárum gegn hinu sögulega gildi bókar þessarar líðr, þá er það auðsætt, að þau atriði, sem annar eins frægr vísindamaðr og prófessor Chej’ne telr fráleitust af öllu („the greatest of the improbabili- ties“) í frásögunni. er hér með sýnt aö hafa alls enga þýðing. Einhverjum smámótbárum verör þá að beita, ef endilega á að gjöra söguna að æfintýri.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.