Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1896, Síða 3

Sameiningin - 01.10.1896, Síða 3
—115— þegar fúlkið fer inn í stói-a húsið, sem heitir kirkja, og sitr þar hvert hjá öðru og enginn má hrœra sig, en allir syngja sálma °g heyra prestinn tala um guð. Hugr þeirra barna, sem vel eru upp alin í kristilegu tilliti, verðr snemma gagntekinn af einlægri lotuing fyrir helgisunnu- dagsins. Hann er þeim helgidagr og þó urn leið gleðidagr. Hann er þeim svo hreinn, að allt á þá að vera hreint, — húsið hreint, börnin hrein, fólkið lireint. Og þegar allt er orðið hreint og búið að taka á sig sunnudagsbúning, tinnst þeim jafn- vel heimilið þeirra vera orðið að kirkju, þar sem guð er hjá þeim og horlir inn í litlu barnahjörtun þeirra og les hverja hugsan, sein þar kann að leynast, miklu tijótara en fullorðna fólkið, þegar það er að lesa á bók. Svona hugsa börnin um sunnudaginn. En hvað hugsa hinir fullorðnu ? það er sorgleg reynsla í lítinu, að margt af því, sem var oss hreint og heilagt og háleitt 1 œsku, hættir að vera það með fjölgandi árum. Lotningin fyrir því smáhverfr úr hjartanu eftir því, sem barnahugarfarið smáþokast burt, og oss fer að finnast margt af því, sem vér elskuðum í œsku, hversdagslegt og þýðingarlaust. En um leið og vér tinnum til þess, finnst oss vér hafa glatað einhverjum dýrmætum kjörgrip úr eigu vorri, — cins og strengr hafa brostið í hjarta voru, er söng um sakleysi og trú og barnarétt hjá guði. Vér sáum fuli- orðna og skynuga rnenn bera litla eða alls enga lotning fyrir því. Fórum svo að halda, að hið lotningarfulla liugarfar væri barnaskapr, — smáleiddumst af dremi annarra til að fara illa með það, sem barnshjartanu var lieilagt og dýrmætt. þetta á ekki sízt við um sunnudaginn, hvíldardaginn, þanndag, sem um frain aðra hefir kallaðr verið drottinsdagr. Margir, sem liafa ehkað hann í œsku, hafa farið svo illa með lmnn síðan, að lotn- ingin fyrir honum hcírr smákulnað út í lijörtum þeirra. En með henni flýr einnig úr mannshjartanu og mannlífinu sú bless- an af himni, sem hvíldardagrinn heíir í för með sér. Líf hvers manns skiftist í svo og svo marga daga. Sjöundi hver dagrinn er hvíldardagr, — sjöundi hluti lífsins sunnudags- lrvíld. Æfisaga vor, gæfa líf’s vors, fer ekki einungis eftir því, hvernig vér störfum og stríðum sex daga vikunnar. Hún fer ekki síðr eftir því, hvernig vér livíluinst og höldum heilagt

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.