Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1896, Side 7

Sameiningin - 01.10.1896, Side 7
—119— gamla og nýja testamentinu. Og er o?s kunnugt, aS gamla testamentisljóðin eru 120, en nýja testamentis ljóSin 90. VerSr það mikil og dýrmæt viðbót við bókmenntir þjóSar vorrar, og merkilegt aS félag, sem kallar sig bókmennta-iélag, skuli sleppa öðru eins verki út úr höndum sér, en halda stöSugt áfram aS gefa út sitthvað, scm bókstaflega hefir alls ekkert bókmennta- legt gildi, eins og meginiS af Bókmenntafélags-bókunum er í flestum árum. En hins vegar er það gleðiefni fyrir almenning að Biblíuljóðin frelsuSust úr höndum félagsins, úr því þar með fylgdi vissa um þaS, að útgáfu þeirra yrði ekki lengr frestað. Davíös sálmarnir koma eins og áframhald af Biblíuljóðunum, og fer vel á því, þar sem efni þeirra er líka úr ritningunni, þó að þeir auðvitað sé verk út af fyrir sig og heyri að nokkru leyti undir aðra skáldskapartegund. Mismunrinn á þessum tveim stórverkum séra Valdemars er lesendum vorum kunnugr af hinum ýmsu ágætu sýnishornum af hvorutveggja ljóðasafn- inu, sem á undan förnum árum fyrir góðvild höfundarins hafa birzt í bla*i voru. Einhver, sem ekki vill nafngreina sig, hefir í 12. tölublaði „Stefnis“ fyrir þetta ár með ofr-litlum gieinai-stúf gjört tilraun til að mótmæla því, er vér sögðum í Apríl-nr.i „ Sameiningar- arinnar“ um afskifti Bókmenntafélagsins af Biblíuljóðunum. það er bergmál af því, sem á síðasta alþingi varaf sutnum boriö fram til stuðnings því, að Bókmenntafélagið eigi ekki að gefa út guðfrœðisrit, það er að segja rit þau, er beinlínis eru kristilegs efuis. Samt sem áðr skýzt það nú fram hjágreinarhöíundinum, að ekkert er til í lögum félagsins, sem nú eru í gildi og liafa í gildi verið síðan á miðri öldinni, er banni félaginu að gefa þess- konar rit út. Guðfrœði og fornfrœði voru af sérstökum ástœð- um útilokaðar í hinum eldri lögum félagsins. það var með tilliti til þess, að á þeim tíma, er Bókmenntafélagið varð til (árið 1818), var fvrir félag, sem annaðist útgáfu kristilegra al- þýðurita (Smáritafélagið, sem séra Jón Jónsson í Möðrufelli stóð fyrir), og annað félag, sem tekið hafði að sér norrœn forn- frœði (Fornfrœðafélag norðrlanda í Kaupmannahöfn). En þessi takmörkun á efni bóka þeirra, er Bókmenntafélagið skyldi út gefa, var sem sagt síðar felld úr lögum félagsins. það er því ekki apnað cn þvættingr, allt þetta tal um það, að það heyri

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.