Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1896, Page 4

Sameiningin - 01.12.1896, Page 4
—148— nema syndugr aumingja inaðr, eins og stendr. En þú hefir von 1 hjarta þínu. Og þá von hefir Jesús Kristr gefið þér með júla- hátiöinni. Haldir þú jólahátíð eins og þú átt að gjöra, glœðist sú von rneð hverjum jólum. þú hetír von um, þegar líf þitt er liðið hér á jörðinni, að fá að halda eilíf jól á himni,—hjá þínum himneska föður, hjá frelsara þínum, hjá englunum og öilum þeim sem trúað hat'a á nafn guðs eingetins sonar hér á jörðinni. það er hin fegrsta von og hin gleðiríkasta tilhugsan, sem vakn- að getr í nokkurri mannssál. Hugsaðu þá um hana; vermdu þig við hana, svo þér verði hlýtt; vefðu þig inn í hana, þegar þér er kalt; láttu hana tala við þig, þegar þú ert einn, þerra tárin þín, þegar þú átt bágt, hvíla þig í faðmi sínum, þegar þú ert þreyttr. Jólin og1 ljósin. Eftir séra N. Steingrím Þorláksson. þau verða ekki skilin að—ljósin og jólin. þau eru svo ná- tengd hvort öðru, að oss er ekki unnt að hugsa oss jól án Ijósa. Undir eins og vér hugsum um jólin, vaknar ljóshugmyndin hjá oss. það er bjart yfir jólunum, enda er geislinn bjartr, sem af þeim stafar inn í sálu trúaðs manns. Börnin hugsa líka til jól- anna sem hátíðar ljósanna og fagna þeim eins og þau fagna ljósinu, enda er ljósblettrinn skær, sem Ijósin mynda í sálum þeirra. Hann var því fagr, jólasiðrinn á íslandi, að gefa öllum kerti, gefa þeim ljós í jólagjöf. Sömuleiðis siðrinn hér, að gjöra jólin minnisstœð ungum og gömlum með jólatrjánum alsettum ljósum. Yér höfum myndaboekr, og eiga myndirnar að skvra lesmálið. Ljósin á jólunum eiga að skýra fyrir oss hið mikla les- mál jólanna, jólaboðskapinn. Enda höfuin vér fyrirmyndina fyrir oss; því birta, himnesk ljóss-dýrð, myndaði umgjörðina um hinn fyrsta jólaboðskap, myndaði svo að segja hvelfinguna yfir jólasöngnum fyrsta. Jólaljósið, það var útskýring guðs sjálfs á jólaboðsapnum, að ljósið væri upprunnið af hæðum, náðarsól upp risin yfir mannkyni, sem „rneinvillt í myrkrunum lá“. Já, sannarlega er jólaboðskaprinn ljós. Yér kveykjum Jjós í húsum vorum, svo að verði bjart í

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.