Sameiningin - 01.12.1896, Qupperneq 13
—157—
dagana, sem hann dvaldi hér, var veörið svo kalt og hart, að
varla var út faranda. En árangrinn var ágætr. Samskotin
hér urðu $538.75. Og vantaði þó mikið á, að hann fengi tœki-
fœri til að bera erindi sitt fram við alla þá, sein hugsanlegt eða
jafnvel líklegt er um að fúsir sé til að leggja eitthvað til sam-
skotanna. En væntanlega kemr séra Jónas hingað að áliðnum
Janúarmánuði og getr þá náð í ýmsa, sem ekki fékkst tuni til
að finna í þetta sinn. Oss er ekki vel kunnugt, hve mikið af
samskotum þeim, er fengust meðal Winnipeg-manna, var borgað
séra Jónasi út í hönd. það er miklu minna tiltölulega en í
hinum aðalbyggðunuin, sem hann hetír heimsótt, líklega nokkuð
hátt á annað hundrað dollara ; en vér efumst ekki um, að allt
borgist upp í topp á sínum tíma.
Óhætt er að fullyrða, að enginn er til í hópi vorum, sem
betr og heppilegar gæti rekið fjársöfnunarerindi skólamálsins
en séra Jónas. Og á hann mikið þakklæti skilið fyrir hina
ötulu vinnu sína og söfnuðir hans fyrir það, sem þeir leggja í
sölurnar með því að missa hann frá sér meðan hann er að vinna
þetta verk fyrir kirkjufélagið. Á hinn bóginn er meira en lítið
gleðih'gt, að árangrinn af fjársöfnunar-erindi séra Jónasar hefir
reynzt svo ágætr og að ómótmælanleg og áþreifanleg sönnun er
nú komin fram fyrir því, að almenningr safnaða vorra og jafn-
vel fólk af þjóðflokki vorum, sem fyrir utan stendr, hefir lifanda
áhuga á skólamáli kirkjufélagsins og trúir á það sem brennanda
framtíðar-spursmál Vestr-íslendinga.
vr
* %
Bending síðasta kirkjuþings um það að halda missíónar-
hátíð í sambandi við minningardag reformazíónarinnar (30.
Okt.) hefir að meira eða minna leyti verið tekin til greina í
prestaköllum séra Björns B. Jónssonar, séra Jónasar A. Sig-
urðssonar, séra Friðriks J. Bergmanns og séra JónsBjarnasonar.
Að hve miklu leyti það var gjört í prestakalli séra Björns sést
í fréttagreininni frá honum í þessu blaði. I öllum söfnuðum
sínum flutti séra Jónas sérstakt reformazíónar-erindi um sama
leyti, og til missiónar var þar skotið saman 16 doUurum. Um
samskotin í söfnuðum séra Friðriks vitum vér ekki með vissu.
En einhverju var þar skotið saman. Itœöa sú, er flutt var í