Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 5
—117 nýstofnað. Sum bandalögin hafa ákveðnar tekjur, er þau verja söfnuði sínum til hjálpar, og eitt þeirra, bandalag þingvallasafn- aðar, hefir komiS sér upp snotru fundarhúsi skammt frá kirkju safnaSarins (á Eyford). Skýrslurnar frá sumum bandalögunum voru aS eins munn- lega frambornar, en skriflegt ágrip af þeim höfum vér síSar út- vegaS oss hjá hlutaSeigendum til þess ásamt hinum, er upphaf- lega voru skriflega framlagSar, aS geta birt þær hér í „Sam.“ Frá bandalagi Fyrsta lút. safn. í W.peg. (Eftir Magnús Pálsson.) Bandalag unga fólksins í Fyrsta lút. söfn. í 'W.peg, var myndað í Marzmánuði árið 1895 með tæpum 50 meðlimum, og er nú meðlimatala 164. iteyndar eru meðlimirnir fleiri, en nokkrir þeirra eru svo langt í burtu, að þeir eru tæpast teljandi, og nokkrir hafa algjörlega afrœkt fé- lagið, þö þeir standi á meðlimaskránni, og eru því ekki teljandi með. Bandalaginu er skift niðr í ,,deildir“; eru 10 í fiestum þeirra. Ilver deild hefir sinn formann, og á hann að líta eftir því meðal annars, og sérstaklega, að deildarmeðlimirnir sœki fundi og greiði gjöld sín. Bandalag'ið heldr fund í viku hverri, og eru fundirnir þrennskonar: trúmálafundir, menntamálafundir og starfs- og skemmtifundir. Sér- stök nefnd er kosin til þess að sjá um prögramm fyrir hvern af þessum þrennskonar fundum. Sjálfboðnar nefndir hafa myndazt innan bandalagsins til þess að styðja að kirkjugöngu, draga ungmenni að sunnudagsskólanum, vitja bágstaddra, útbreiða hin íslenzku málgögn lútersku kirkjunnar og Luther League lieview, prýða kirkjuna við hátíðleg tœkifœri og' fieira. Meðlimagjald í bandalaginu er 10 cents innritunargjald og 5 cents mánaðargjald. Lengi hélt bandalagið fundi sína ýmist í kirkju safnaðarins eða í leig'ðu húsnæði, og borgaði það leiguna úr sjöði sínum; en núhefir söfn- uðrinn lagt því til húsnæði á North West Hall, og borgar hann leiguna. Sjöðr bandalagsins er nú $34.00 í peningum og um $30 00 í útistand- andi skuldum hjá meðlimum. Auk þess hefir það safnað nálægt $50.00 (með frjálsum samskotum) upp í píanó. Bandalagið hefir gefið $50.00 til safnaðar, $20.00 í skólasjóð, $12.50 upp í fargjald kirkjuþingserinds- reka (á þingið í Minneota) og $5.00 til bágstaddrar fjölskyldu. Þannig á það þá yíir $100.00 og hefir gefið $87.50. Þetta, sem skýrt hefir verið frá hér að framan, er nú fremr glæsi- legt, og þeir, sem það sjá og heyra, hafa ástœðu til að halda, að banda- lag vort sé í miklum uppgangi og blóma. En þér skulið ekki halda, að svo sé. Að minnsta kosti finnst oss sjálfum, að það ekki vera svo. Þrátt fyrir alla viðleitni til þess að fá meðlimina til þess að sœkja fundi, og þrátt fyrir það, að vissir menn og konur hafa lag't hina mestu og beztu alúð við fundina, til þess að gjöra þá skemintilega og uppbyggilega, þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.