Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 16
—128 — hins nýstofnaða prestafélags, Húnvetninga og SkagfirSinga. — Séra Jónas fiutti bœn í fundarlok. Séra Jónas A. Sigurðsson er væntanlegr hingað vestr til- baka úr Islands-ferð sinni fyrir lok þessa mánaðar, verðr ef til vill kominn áðr en þetta blað af „Sanr“ er komið út. Meðan hann dvaldi í Húnavatnssýslu prédikaði hann þar á ýmsum stöðum : í Blönduósskirkju 10. Júlí, í Undirfellskirkju 17. Júlí, í þingeyrakirkju 31. Júlí — eftir tilmælum prestanna í^þeim sóknum. þetta höfum vér úr bréfi frá honum, rituðu 2. Agúst. En í ýmsum öðrum kirkjum liefir hann víst prédikað eftir það. Undir lok Ágústmánaöar bjóst hann við að fara úr Húnavatns- sýslu vestr í Breiðafjarðardali, þá til Beykjavíkr og eftir það, ef til vildi, austr í Arnessýslu. Séra Friðrik J. Bergmann hefir verið talsvert bilaðr á heilsunni lengst af síðan á kirkjuþingi í sumar. Og missí- ónarferðina til Roseau, sem um er getið í síðasta blaði „Sam,“, fór hann miklu fremr af vilja en mætti. Samkvæmt Iæknisráði tók hann sér hvíld frá sínum vanalegu störfum tveggja vikna tíma framan af Septembermánuði, fór að heiman frá sér til Detroit í Minnesota og dvaldi þar. Fólk leitar mjög í það pláss á sumrum sér til heilsubótar. Séra Friðrik hresstist og styrktist líka talsvert við ferðina þangað. 0g er óskanda og vonanda, að sú heilsubót haldi áfram. Aldamót fyrir petta ár verða prentuð hér vestra, í Winnipeg. Væntanlega koiiaa þau út fyrir lok Nóvemhermánaðar. Allir hinir und- angengnu árgangar ritsins, sjö að tölu, hafa prentaðir verið úti á ís- landi, í Beykjavik. Sýnishorn af skrautlegum eyðublöðum undir hjónavígslu- og skírn- ar-skýrteini hafa ,,Sam.“ verið send frá Carl Hirsch, 157 Prince St., Nevv York. Hvert eitt kostar 25 cts., en 12 í einu $2.40. „KENNARINN“, mánaöarrit til notkunar við kristindómsfrœöslu barna í sunnu- dagsskólum og heimahúsum; kemr út í Minneota, Minn. Árgangrinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstjóri sera Björn B. Jónsson. Útg. S. Th. Westdal. ,,ÍSAFOLU“, lang-stcersta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið, kostar í Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal, I81 King St,, Winnipeg, er útsölumaðr. „VERÐI LJÓS !“— hið kirkjulega mánaðarrit J>eirra séra Jóns Ilelgasonar, séra Sigurðar P. Slvertsens og Haralds Nielssonar í Reykjavík — til sölu í bókaverzlan Ilalldórs S. Bardals í Winnipeg og kostar 60 cts._______________________________ „SAMEININGIN" kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg.; greiðisj fyrirfram. —Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason(ritstj.), FriðrikJ. Bergmann, Jón A.Blöndal, Björn B, Jónsson og Jónas A. Sigurðsson. 1'KENTSiIlDJA LuGUEROS — WINNIl'EG.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.