Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 15
hugsanlegt, að þeir fengist til að játa nokkra sök hjá sjálfum sér eftir að þeir svona vægðarlaust höfðu verið settir í andleg- an gapastokk, En svo hefði prestafundr þessi líka átt að muna eftir kirkjuagareglunni, sem vér höfum frá Jesú Kristi sjálfum og rituð stendr í Matt. 18, 15—17. því á því er engiun vati, að sú regla, sem þar er gefin, á ekki síðr við þess konar brot á móti kirkjunni, sem hér var um að rœða, en brot á móti einstökum limum hennar. En reglan er þessi, að vanda fyrst um við liinn brotlega mann heimulega, og ef hann lilýðir áminningunni, þá þarf ekki lengra að fara. En verði þetta árangrslaust, þá að áminna hann í votta viörvist. Og dugi það ekki, þá að segja söfnuðinum frá, gjöra málið opinbert. Nú skilst oss, að þessi Sauðárkróksfundr liafi haldinn verið fyrir lokuðum dyrum og engir þar viðstaddir nema prestarnir og einn ungr guðfrœðis- nemi, hr. Friðrik Friðriksson. Hœglega hefði því mátt láta þessa sérstöku fundarályktan liggja í þagnargildi og komast hjá því, að hún bærist í blööunum út um allt land og þá auðvitaðtil hlutaðeigandi presta löngu áðr en kirkjustjórnin gat verið búin að fá tíma til að framkvæma það, sem þar er beðiö um. Gestr- inn, sem sat á fundinum og þegar er nefndr, hefir ritað lilýlega grein í „fsafold" um samkomu þessa og lætr hann mikið af al- vöru þeirri og kirkjulega áhuga, sem þar hafi komið fram; segir meöal annars, að mál þetta hafi verið rœtt „með ugg og and- vara“. Og efumst vér ekki um, að þetta sé rétt hermt. En þetta réttlætir þó elcki meðferð fundarins á málinu, því þar ú augsýnilega við það, sem Páll postuli segir í Róm. 10, 2.: „þeir hafa vandlæting guðs vegna, en ekki með skynsemd." Annar frjáls Idrkjumálafundr var haldinn að Blönduósi 9. Ágúst, ogsóttu hann flestir af prest- unum í Hunaþingi. Hafði prófastrinn þar, rséra Hjörleifr Ein- arsson, gengizt fyrir þessu fundarhaldi. Á þeim fundi var og séra Jónas Á. Sigurðsson, sem dvalið hafði þar hjá fólki sínu síðan snemma í Júlí. þar voru ein sex mál á dagskrá : messiu- föll og ráð til að afstýra þeim, lestr hcilagrar ritningar, sálu- sorgin, erfisdrykkjur (þær tíðkast enn í bókstatíegum skilningi all-víða á íslandi), afstaða presta gagnvart bindindishreifing- unni og fríkirkjumálið. Um hið síðast nefnda mál segir þó „Verði ljós'“, að það liafi ekki verið rœtt, en að eins komizt á dagskrána með hinum málunum, seinast, „svo sem til eftir- matar“. Áhuginn fyrir því sýnist vera heldr lítill nú. En öll þessi mál er ætlazt til að tekin verði fyrir á næsta aðalfundi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.