Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 3
frú Lára Bjarnason, Magnús Pálsson og Ólafr S. þorgeírsson fyrir bandalag Fyrsta lúterska safnaSar í Winnipeg; frú Pálina Steinsson fyrir bandalag Argyle-safnaSa. Ákveðið var, að prestar kirkjufélagsins allir skyldi hafa sömu réttindi á fundinum eins og hinir kjörnu fulltrúar, og öll- um öðrurn kirkjuþingsmönnum var veitt málfrelsi, svo og sendi- manniuum frá General Cuuncii, Alfred Ramsey presti. Eftir nokkrar undirbúningsrceður var svo látandi tilla£fa borin upp til atkvæða og samþykkt: „Vér, erindsrekar bandalaganna, sem hér erum saman komnir, ásamt prestum kirkjufélagsins, erum hugmyndinni um allsherjar bandalag innan kirkjufélagsins hlynntir, álítum nauð- synlegt, að rœtt verði og samþykkt frumvarp til laga fyrir slíkan félagsskap á þessu þingi, er síðan verði lagt fram fyrir hvert bandalag til samþykktar á árinu, og, fái liugmyndin al- mennt fylgi, þá verði slíkr almennr félagsskapr stofnaðr að ári liðnu af þar til kjörnum erindsrekum frá bandalögunum.“ í nafni bandalagsnefuarinnar, sem kirkjuþingið í fyrra setti (séra Jónas A. Sigurðsson, séra Jón J. Clemens og Runólfr Mar- teinsson), kom fundarstjóri með frumvarp til grundvallarlaga fyrir hið fyrirhugaða bandalag kirkjufélagsins. Og eftir að það hafði lítið eitt verið rœtt, var þeim séra Jóni Bjarnasyni, séra Friðrik J. Bergmann og Magnúsi Pálssyni falið að yftrlíta það, laga það, þar sem þeim sýndist nauðsynlegt, og leggja síðan aftr fyrir fundinn hið bráðasta. þegar gengið var á fund eftir miðdegisverð höfðu þeir lokið yfirskoðaninni og lögðu skjalið fram svo liljóðanda: FBUMVAEP TIL LAtíA 1’VBIK BANBALAtí KIKlvJUI’ÚLAtíSINS. I. Nafn félagnins. Naín félagsins skal vera: Bandalag hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Yestrheimi. II. Saniband bandálagsins og kirkjufélagsins. § 1. Bandalagið er til fyrir kirkjufélagið. það er því iiáð og frá því öaðskiljanlegt, og verðr að taka alvarlega til greina þær leiðheining- ar og ráðleggingar, sem frá því kunna að koma. § 2. Prestar kirkjufélagsins eru allir reglulegir meðlimir bandaiags- ins og hafa fullkomin erindsreka-réttindi. § 3. Kirkjuþingsfulltrúar hafa málfrelsi á íundum bandalagsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.