Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 8
—120— í kfrkjuna eins fljött og það mögulega getr. Engri verulegri mótspymu heíir félagið átt að mceta. Einna verst gengr að hafa upp prögramm. Hvað framtíð félagsins snertir, hefi eg göða von um, að það eigi göða og blessunarríka framtíð fyrir höndum. Frá bandalagi Vídalinssafnaffar. (Eftir Jön Þörðarson.) Félag vort var stofnað 14. Marz 1897 með 34 meðlimum. Nú hefir það 73 meðlimi. Félagið heldr fundi tvo í mánuði, nefnil: trúmálafundi, menntamálafundi og skemmtifundi, og hafa þeir verið vel sðttir eftir ástœðum. Tekjur félagsins eru : ínngangseyrir og tillög félagsmanna..............$ 43.20 Ágöði af samkomu.............................. 27.20 Safnað í frjálsum samskotum...................... 51.60 Tekjur alls........................ $ 122.00 Félagið heflr borgað út: Fyrir altari í kirkjuna.......................... $ 113.00 Fyrir bœkr og ýmislegt........................... 4.00 Gefið fátœkum manni.............................. 5.00 Útborgað alls.......................$ 122.00 Félagið á útistandandi hjá félagsmönnum $25.00. Frtí bandalagi Garð'ar-safnað'ar. (Eftir Brand J. Brandsson.) Bandalag Garðar-safnaðar var stofnað í Júní 1897 með 23 meðlimum. Nú eru rúmlega 60 manns innritaðir í félagið. Grundvallarlög þess eru að mestu leyti hin sömu og bandalags hins Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Fóíagið hefir haldið fundi sína tvisvar í mánuði: trúmálafundi, menntamálafundi og skemmtifundi til skiftis. Fundirnir hafa verið yfir liöfuð fremr vel söttir, þegar tekið er tillit til hinna ýmsu örðug- leika, sem er við að stríða. Áhugi manna fyrir velferð fólagsins hefir sýnzt vera töluvert mikill, og flestir fólagsmenn liafa reynt að gjöra sitt til, að fólagsskaprinn gæti gengið vel. Samt má eflaust þakka séra F. J. Bergmann meir en nokkrum öðrum, að félaginu hefir geugið eins vel og því hefir gjört. Hann liefir sött svo að segja alla þess fundi og nær því æfinlega komið fram á prögrammi fundanna, og á annanhátt hjálp- að til að gjöra fundina sem uppbyggilegasta. Félagsmenn yflr höfuð gjöra sér göðar vonir um framtíð þess og vona, að það geti orðið með- limum sínum til gagns og söfnuðinum og- hinum ltirkjulega félagsskap til uppbyggingar. 1 skýrslunni frá bandalagi Argyle-safnaða, sem húsfrú Pálína Steinsson bar fram, var að eins tekið fram, að það banda- lag væri nýmyndað með meðlimatölu þeirri, sem þegar er um getið. I standandi nefnd til þess að halda bandalagsmálinu í réttu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.