Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 7
Reynt er að láta ungmennin sjálf taka sem mestan þátt í starfsem- inni. Sjálf skipa þau öll embætti og nefndir og stýra fundunum. Bandalagið hefir komið sér upp dálitlu bðkasafni, og fá félagsmenn bœkrnar lánaðar á fundum og lesa þær lieima. Frá bandalagi Þingvallasafnað'ar, Eyford, N.-Balc. (Eftir Runólf Marteinsson.) Þetta bandalag er hið þriðja í röð af bandalögum kirkjufélagsins. Það var stofnað í Marz 1896. Fáir vildu sinna þeim félagsskap í fyrstu, og satt að segja vorum vér öll, sem nokkuð áttum við þann fólagsskap, í fyrstu mjög fákunnandi, og þar af leiðanda hvert axarskaftið á fœtr öðru. Á fyrsta fundi mœttu að eins sjö manns. Lögin, sem fyrst voru samþykkt, líkuðu sumum illa. Yerst var það þö, að söfnuðinum líkaði illa við oss, og sýndist stundum, að það væri ómögulegt fyrir oss að hegða oss þannig,að gjörðir vorar væri ekki lagðar út á verra veg. Vér gjörðum alveg rangt í því að álíta prestinn ekki sjálfsagðan meðlim og leita ekki hans ráða eins og skyldi. Þetta allt hefir orðið oss til ömetanlegs tjöns í voru stríði. Sá skaðlegi misskilningr komst líka inn hjá sumu unga fólkinu, að það væri hœgt að samríma dans við slíkan félagsskap. Einnig þetta hafði mjög skaðvæn áhrif á hið unga og veika félag. Þrátt fyrir allt þetta, sem á möti hefir blásið,er þö talsverð framför. Bandalagið hefir glœtt félagsanda hjá meðlimum sínum. Það hefir kennt þeim talsvert að starfa á fundum og í nefndum. Sumir félags- menn hafa sýnt brennanda áhuga fyrir velferðarmálum bandalagsins og lagt mikið á sig fyrir fólagsskapinn. Þö félagið sé enn mjög fá- mennt, er það þö búið að koma upp myndarlegu fundarhúsi, og á vel við, að það hús. sem er helgað nytsemi, fröðleik og kristilegri uppbygg- ing, standi einmitt þar sem það stendr, skammt frá kirkju safnaðarins. Þessi skemmtilega eign félagsins er nú nærri skuldlaus. Trúmálafundir voru í fyrstu örðugastir viðreignar, og reyndum vér fleira en eitt fyrirkomulag. Unga fölkið var fyrst tregt til að taka al- mennan þátt í þeim fundum sérstaklega. Á þeim fundum tökum vér fyrir kristniboðsmálið, ýms atriði úr kirkjusögunni, rœður um trúarleg atriði, og síðastliðið sumar, æfisögur, starf og áhrif sumra helztu mann- anna í gamla testamentinu. Menntamála- og skemmti-fundir gengu yflr höfuð ekki illa, og var margt nytsamlegt og skemmtanda, sem kom fram á þeim. Eélag vort er mjög fámennt enn þá, en þó höfum vérgóða von fyrir framtíðina og biðjum guð að blessa starf vort. Frá bandalagi Pembina-safnaðar. (Eftir Gunnar Jöhannsson.) Bandalag Pembina-safnaðar var stofnað í Janúar 1897 með nálægt 30 meðlimum. Nú hefir það nærri 50 meðlimi. Fundir félagsins eru þrennskonar: trúmálafundir, menntamálafundir og skemmtifundir. Vanalega eru fundirnir haldnir mánaðarlega. Enn sem komið er hefir félagið mjög lítið starfað, en nú hefir það í hyggju að kaupa altari

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.