Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 6
—11S— eru þeir mjög illa sóttir yíirleitt, og árangrinn af allri starfseminni því oröiö sýnilega mjög lítill. Vér höfðum gjört oss von um, að félagsskapr þessi myndi veröa kii'kju vorri til blessunar, — aö ungmennin með því myndi læra aö veröa sístarfandi að efiing og útbreiðslu orðsins vor á meðai,—að aðsóknin að kirkjunni og sunnudagsskólanum myndi fara vaxandi,— að nýtt kristindómslíf myndi fœrast yfir og inn í vorn kirkjulega fólagsskap. En vér finnum mjög svo til þess og neyðumst til að kannast við það, að sjáanlega liafa þessar vonir brugðizt. Vér höfðum vonazt eftir, að þeir menn, sem bandalagsstarfseminni innan lútersku kirkjunnar eru kunnugastir og til þess hafa verið kvaddir að leiðbeina og hjálpa í þessari byrjunartilraun vor á meðal, myndi rétta oss hjáiparhönd, Einnig þær vonir hafa algjörlega brugðizt. Vér vonum, að á þessu bandalagsþingi komi fram margar og þýð- ingarmiklar bendingar til vor, svo að bandalagsstarfsemin vor á meðal taki framförum við þær og verði svo, eins og vér liöfðum gjört oss svo miklar vonir um, meðlimum þess til andlegrar uppbyggingar og bless- unar, vorum kirkjulega fólagsskap til eflingar og kristindómsorðinu til úthreiðslu á meðal þeirra Islendinga í bœ þessum, sem fyrir utan þann félagsskap standa. Frá bandalagi St. Pálssafnaðar í Minneota. (Eftir séra Björn B. Jónsson.) Félagið var stofnað á nýarsdag 189G. Meðlimatala er nú 51. Lög félagsins eru sniðin eftir lögum hinna lútersku bandalaga hér í landi. Félagið heldr fundi einu sinni í viku mestan part ársins. Fundirnir iiafa veriðþrennskonar : trúmálafundir, menntamálafundir ogskemmti- fundir. í síðustu tíð hafa þó skemmtifundirnir að mestu verið lagðir niðr, og eru nú oftast haldnir til skiftis trúmála- og menntamálafundir. Sérstakar nefndir félagsmanna eru settar til að búa undir fundina. Á trúmálafundunum hafa ýmsar lexíur úr biblíunni og kirkjusögunni verið kenndar; og auk þess hafa ungmennin all-oft tekið til umtals eitthvert trúaratriði, hafa skrifað um það stuttar greinir heirna hjá sér og lesið þær svo á fundunum. Biblíulexíurnar hefir prestrinn oftast útskýrt. Hefir á þann hátt verið gengið all-rœkilega í gegnum Gjörða- hók postulanna og í sambandi við það lýst ástandi hinna fyrstu safn- aða. Einnig heflr verið lesið bréf Páls til Kömverja og fieiri biblíu- kaflar. Siðbótarsagan hefir á trúmálafundunum verið sögð af prestin- um og æfisögur þeirra Lúters og Melanktons verið hugleiddar. Auk þessa eru á trúmálafundunum sungin og lesinl andleg ljóð og farið með kristilegar ritgjðrðir úr blöðum og bókum. Á menntamálafundunum er farið með ýmsan fróðleik. Meðlimun- um liefir t. d. verið sett fyrir að leita upplýsinga um eitthvert sögulegt atriði eða persónur. Lesa þeir þá, hver eftir annan, það, sem þeir hafa skrifað um efnið. Spurningum er spurt og svarað. Sérstök viðleitni liefir verið gjörð á menntamálafundunum til að æfa unglingana í upp- lestri og um tíma voru hafðar æfingar í íslenzkriréttritun. All-margar rœður hafa á þessum fundum verið haldnar um íslenzkar bókmenntir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.