Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 11
flestar, ef ekki allar, breytingar, sem gjörðar höfðu verið á auka- textavali dönsku og norsku kirkjunnar, væri til skemmdar. Eftir því, sem kemr fram í „Verði ljós !“, liafði nú handbókar- nefndin engar breytingar gjört á textunum frá því, sem er í prentaða frumvarpinu, „enda ekki hœgt að taka til greina þær fáu athugasemdir, er gjörðar liöfðu verið við þá, með því að þær hefði riðið í bága við meginreglu nefndarinnar fyrir textaval- inu.“ Hér er víst átt við tillögur þær til breytinga, sem nefnd- inni hafa borizt frá prestum víðsvegar um land þar heima, með því þær sýnast helzt hafa farið í þá átt, að bœta engum nýjum textum við, heldr innleiða takmarkalaust textafrelsi. Og er skiljanlegt, að nefndin hafi ekki getað tekið þær tillögur til greina, þar sem hún í samhljóðan við það, er hvervetna tíðkast enn í lútersku kirkjunni, var ákveðin í því að halda fast við hina gömlu og göfugu kirkjuárshugmynd. En vorar athuga- semdir við textavalið fóru í allt aðra átt. því þar var einmitt gengiö út frá liinu sama, sem augsýnilega hefir vakað fyrir nefndinni, því nefnilega, að velja hina nýju texta með tilliti til tíöaskifta kirkjuársins og hinna gömlu guðspjalla. Frá því sjónarmiði voru allar vorar athugasemdir við aukatextaval nefndarinnrr gjörðar, og því liefði henni átt að vera bæði ljúft og skylt að sinna þeim að einhverju leyti. En það hefir hún þó alls ekki gjört. Og eftir því, sem séð verðr í „Verði ljós!‘, ekki heldr neinn annar af synodus-prestunum. Nokkur bót í máli er þó það, að tekið var fram á fundinum, að „ekki væri enn lögð síðasta hönd á verkiö, að því,er textana snertir, og nefndin áskildi sér rétt til að gjöra þær breytingar, erþurfa þœtti, þegar til kœmi.“ það er þannig ekki mcð öllu skotið loku fyrir, að eitthvaö af bendingum vorum rit af hinu nýja textavali verði enn tekið til greina, og að minnsta kosti teljum vér víst, að augsýnilegustu kórvillurnar, sem vér skýrðum frá, verði leiö- réttar áðr en þessi partr frumvarpsins verðr gjörðr að bindandi lögum fyrir kirkjuna á íslandi. .Að því, er guðs])jónustuformið snertir, lagði nefndin það nú til, „að prestum yrði leyft, ef þeir vildi, að lesa postullegu trú- arjátninguna af prédikunarstól milli bœnar og guðspjalls." þetta er skrítileg tillaga. Rétt eins og prestum eins og nú standa sakir sé þetta óleyfilegt. Annað eins ákvæði væri lok-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.