Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.10.1898, Blaðsíða 12
—124 leysa eíía ámynd, allt aS því hneyksli. Annars voru mjög ó- verulegar breytingar gjörðar við guðsþjónustuform frum- varpsins. í staðinn fyrir skírnarform frumvarpsins, sem séra Valde- mar Briem hafði samið, kom nefndin nú fram með annað form fyrir þeirri kirkjuiegu athöfn, sniðið eptir skírnarformi, sem nýlega er innleitt í dönsku kirkjunni, mað því að form séra Valdemars þótti of langt. þessi tillaga nefndarinnar var sam- þykkt. — Samþykkt var og sú tillaga frá nefndinni, að teknar væri upp ákveðnar lesgreinir og bœnir við greftran framliðinna, í því skj-ni að gjöra þá athöfn fyilri og álirifameiri, að dœmi sœnsku og ensku kirkjunnar (samkvæmt bendingum frá séra þorvaldi Bjarnarsyni á Melstað). — Flest-allt annað í formum hins prentaða frumvarps fyrir embættisverkum presta var samþykkt óbreytt. f einu lagi var svo bandbókarfrumvarpið með áorðnum breytingum borið upp til atkvæða og samþykkt í einu hljóði. En biskupi og meðnefndarmönnum hans, þeim, er næst honum búa, var falið á hendr, „að leggja síðustu hönd á verkið og sjá um útgáfu hinnar nýju handbókar.“ í nefndinni eru þessir menn : Hallgrímr biskup Sveinsson, séra þórhallr Bjarnarson, séra Valdemar Briem, séra Jón Helgason og séra Jens Pálsson. Hinum tveim síðast nefndu var bœtt við í nefndina á synodus í fyrra. Síðan farið var að eiga við þjóðminningardagahaldið úti á íslandi hefir það sumsstaðar orðið að venju að velja til þess ein- hvern sunnudag, og hefir það leitt til þess, að guðsþjónustur þann dag hafa fallið niðr. Út af þessu var samkvæmt bending frá biskupi á þessari synodus borin fram tillaga um það, að prestar gengist fyrir því, að ef slíkar samkomur væti haldnar á sunnudögum, þá væri guðsþjónusta haldin á þeim samkomum. En sú tillaga var felld. þá hreifði biskup enn eins og í fyrra nauðsyninni á því, að fyrirkomulag synodusar yrði ba-tt. Hélt hann því fram, að samkoma þessi gæti þá fyrst haft verulega þýðing, ef á henni ætti sæti erindsrekar úr öllum prófastsdœmum landsins í stað- inn fyrir frá að eins fímm prófastsdœmum eins og hingað til Irefir verið ætlazt til. En jafnframt var bent á þau tormerki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.