Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1898, Side 12

Sameiningin - 01.11.1898, Side 12
—140— allt sé talifi. En mjög þótti hinu kirkjulega hugsanda fólki vænt um, að kirkjufélagið hefir svo vel munað eftir því, og var mjög þakklátt fyrir það, sem gjört hefir verið. Eg efast ekki um, að væri lipr og laglegr íslenzkr prestr þarna búsettr, myndi hann með tímanum geta unnið flest af þessu ísl. fólki í söfnuð með kærleika og kristilegri þolinmœði. En það er lakast, að byggðin getr ekki fœrzt út, því nú er allt land upptekið hring- inn í kring. — Eg flutti þar eina guðsþjónustu, og var hún ekki sem allra bezt sótt af því að heyskapr var byrjaðr,og á eftir talaði eg við þau ungmenni, sem þar voru stödd. Aukaverk gjörði eg engin, því bæði höfðu þau verið unnin af hr. Kunólfi Marteins- syni, sem var þar skömmu fyrir kirkjuþing, og svo eru þar norsk ir prestar allt í kring, sem farið er til, þegar á liggr. ------------------- Enn einn frjáls kirkjumálafundr auk þeirra, sem um er getið í síðasta blaði „Sam.“, var haldinn á íslandi í sumar. Prestarnir í Arnessýslu flestir höfðu með sér fund 1. Sept. að Stóranúpi hjá séra V. Briem, prófasti þess hér- aðs. Helztu málin, sem menn rœddu þar, voru: staða prestsins utan lcirkju og innan, og hófust þær umrœður með fyrirlestri, er séra Valdemar flutti; préclikan og prédikunaraffferff, og hélt séra Ólafr Ólafsson þar inngangsrœðu; uppfrœffsla barna,—en það mál leiddi séra Ólafr Helgason inn á fundinn með rœðu. „ísafold'1 segir: „Jafnframt því, sem stöðugt virðist heldr að dofna yfir hinum lögskipuðu héraðsfundum, eru prestarnir sjálfir farnir að gangast fyrir fundarhöldum til að rœða sín á milli kirkju- og trúarmál.'1 Myndi ekki þetta benda til þess, að trúin á ríkiskirkjufyrirkomulagið er að bila á íslandi, en sann- fœring að glœðast undir niðri í hugum manna um það, að kirkjan eigi að vera frjáls og getið verið það líka á íslandi ? — Hr. Runólfr Marteinsson, sem á síðastliðnu sumri vann í nafni kirkjufélags vors að missíónarstarfi í ýmsum byggðum ís- lendinga hér nyrðra, prédikar nú í vetr annanhvorn sunnudag fyrir ensk-lúterskum söfnuði í bœnum Bacine í Wisconsin. Og er það aukaverk hans þetta síðasta námsár hans á prestaskólan- um í Chicago.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.