Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 4
4 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 23.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,2607 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,84 117,40 179,91 180,79 153,01 153,87 20,53 20,65 19,482 19,596 17,061 17,161 1,4077 1,4159 178,66 179,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is DÝRAHALD Dýrahjálp hefur útveg- að rúmlega 1.250 dýrum heimili frá því að samtökin hófu starf- semi í maí 2008. „Það eru alltaf einhver dýr, sem ella hefði þurft að svæfa, á fósturheimilum hjá okkur,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, við- skiptafræðingur og formaður Dýrahjálpar. Um 500 fósturheim- ili eru skráð hjá samtökunum og taka við dýrum sem fólk hefur þurft að losa sig við. „Oft eru þetta frábær dýr með æðislega skapgerð sem hafa glatt nýja eig- endur þegar þangað er komið.“ Dýrahjálp selur nú nýtt daga- tal, með myndum af dýrum sem hafa fengið nýjan samastað. Saga þeirra er sögð og greint frá góðu lífi á nýju heimili. Valgerður segir að aðrar ástæð- ur séu nú en áður fyrir því að fólk þurfi að losa sig við gæludýr sín. „Ég myndi halda að þetta sé birt- ingarmynd dýrahalds í kreppunni af því að fólk hefur ekki efni á eða aðstæður til að eiga dýrin leng- ur. Svo koma inn ástæður eins og flutningur í húsnæði þar sem ekki má hafa dýr eða flutningar til útlanda. “ Einnig er talsvert um að fólk átti sig ekki á því að það er mikil skuldbinding að taka að sér dýr, að því er Valgerður greinir frá. Þetta á einkum við um ketti. „Það er kostnaðarsamt að halda gælu- dýr. Það þarf að skrá þau, bólu- setja reglulega, örmerkja og fleira sem til fellur. Það er ábyrgðar- hluti að fá sér dýr,“ segir Valgerð- ur, „og það má ekki vera skyndi- ákvörðun.“ jss@frettabladid.is VALGERÐUR VALGEIRSDÓTTIR Formaður Dýrahjálpar segir að það megi ekki vera skyndiákvörðun að fá sér gæludýr. Fósturheimilin séu Dýrahjálp ómetanleg aðstoð. Fólk getur skráð sig á heimasíðunni www.dyrahjalp.is. Gæludýrin missa heimili sín vegna fjárhagsvanda eigenda Margir hafa ekki efni eða aðstæður til að halda gæludýrin sín lengur vegna kreppunnar, segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar. Fleiri dýr þurfa á nýju heimili að halda og fá hjálp samtakanna. Hundurinn Spotti, sem dvalið hefur á fósturheimili Dýrahjálpar frá því í ágúst, missti allt sem hann átti á einum degi. Tík sem var á heimili með honum, ári eldri en hann og besti félagi fékk krabbamein þegar flytja átti þau tvö á fósturheimilið. Það varð því að svæfa hana og sama dag varð Spotti að sjá á bak eiganda sínum frá upphafi og heimili sínu, því eigandinn þurfti að flytja til foreldra sinna, þar sem ekki var hægt að hafa hunda. Í dag er hann svo árásargjarn við aðra hunda, að til vandræða horfir. Verið er að vinna í því í samstarfi við hundaþjálfara og dýraatferlisfræðing. Spotti hefur frá því í ágúst fengið tvær fjölskyldur sem tóku hann að sér en það gekk ekki upp af ýmsum ástæðum og fór hann því á fóstur- heimilið aftur. „Hann er yndislegur á heimili, skapgóður, rólegur, skemmtilegur og hlýðinn,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir, fóstra Spotta. „Hann hefur alla eiginleika góðs heimilishunds nema þennan galla.“ Nú er verið að gera lokatilraun til að finna heimili fyrir Spotta. HUNDURINN SPOTTI Ásamt fóstru sinni Guðrúnu Jónsdóttur og Jóni Orra Arons- syni. Missti allt sitt á einum degi Dýr sem fengið hafa ný heimili – frá stofnun Dýrahjálpar í maí 2008 Hundar 484 Kettir 558 Kanínur 85 Hamstrar 15 Fuglar 43 Mýs 3 Naggrísir 55 Fiskar 6 Önnur dýr 2 AÞENA - HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ HAÍTÍ? EFTIR MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR HVAÐ ER MÁLIÐ? Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi ;) FJÖRUVERÐLAUNIN Í FLOKKI UNGLINGA BÓKA ★★★★ „vandað til í ei nu og öllu.“ Kristín Heiða K ristinsdóttir, Morgunblaðið ★★★★„Fjörlega skrifuð, nútímaleg saga um smáa atburði og stórar tilfinningar.“ Arndís Þórarinsdóttir, Fréttablaðið MENNTAMÁL Nemendum á útstill- ingabraut í Iðnskólanum í Hafn- arfirði hefur verið tilkynnt bréf- lega að nám í greininni verði fellt niður frá og með áramótum. „Mér finnst þetta ömurlegt, þessi sending kemur til okkar nemendanna korteri fyrir jól,“ segir Elísabet Blöndal, nemandi í útstillingum. Hún segir aðra nemendur einnig afar ósátta við þessar fyrirvara- lausu breytingar. Í bréfi þar sem nemendum var gerð grein fyrir þessari breytingu kemur fram að þeir geti lokið námi frá skólan- um af listnámsbraut. Með bréfinu fylgir greiðsluseðill fyrir skóla- gjöldunum á næstu önn, sem ber að greiða fyrir áramót. Nemendum er bent á að ræða breytingar á námi sínu við áfanga- stjóra eða aðstoðarskólameistara, en skrifstofa skólans er lokuð fram til 4. janúar. „Ég er fyrir mitt leyti búin að senda bréf til menntamálaráðu- neytisins og óska eftir því að þeir snúi þessari ákvörðun við. Mér finnst ekki ólíklegt að aðrir nem- endur geri það líka,“ segir Elísa- bet. Hún hefur ekki gert upp við sig hvort hún borgar skólagjöldin upp á von og óvon um að námið verði ekki fellt niður. „Ég ætla að vona það besta, en ég bíð fram á síðustu stundu með að ákveða hvort ég borga,“ segir Elísabet. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er þessi breyting ekki gerð í samráði við menntamálaráðuneyt- ið. Aðstoðarmaður menntamálaráð- herra segir nemendur eiga rétt á að ljúka því námi sem þeir hafi byrjað á. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákvörðun stjórnenda skólans fái ekki að standa. - bj Nemendum tilkynnt að nám í útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði verði lagt niður frá næstu áramótum: Nemendur afar ósáttir við vinnubrögðin DEILUR Stjórnendur Iðnskólans í Hafnar- firði segja nám í útstillingum lagt niður vegna niðurskurðar. Áralangar deilur þess kennara sem sér um námið við frá- farandi skólameistara benda til annars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á BRAUTINNI Vegtollar voru innheimtir á Reykjanesbraut á árum áður og nú er í skoðun að taka þá upp að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SAMGÖNGUR Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar mótmælir alfarið öllum hugmyndum um vegtoll á Reykja- nesbraut en í skoðun er að setja vegtolla á stofnbrautir út frá Reykjavíkurborg. „Í aðdraganda framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar var margoft rætt um mögulega vegatolla en slíkum hugmyndum var ávallt mótmælt af íbúum Suð- urnesja,“ segir í ályktun. „Nýframkomnar hugmyndir um vegagjald á Reykjanesbraut væru því hrein og klár svik við íbúa Suðurnesja og um leið afar ósanngjarn skattur á íbúa og atvinnulíf á Suðurnesjum,“ segir þar enn fremur. - bj Mótmæla harðlega tollum: Vegtollur hrein og klár svik Réðust á mann í Aðalstræti Þrír menn réðust að manni um eittleytið í fyrrinótt. Hann var að bíða eftir leigubifreið ásamt félaga sínum í Aðalstræti til móts við Hótel Plaza. Hurð á hótelinu skemmdist í atgang- inum. Sá sem varð fyrir árásinni var margsleginn í andlit og víðar um skrokkinn og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Árásarmennirnir komust undan. LÖGREGLUMÁL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 5° 0° -3° 0° -2° -2° -2° 20° 0° 15° 3° 19° -14° 0° 13° -7° Á MORGUN JÓLADAG Vaxandi A-átt. ANNAR Í JÓLUM Hvöss SA-átt. -1 -8 -5 -5 -1 -2 0 -10 3 0 1 15 13 11 6 7 4 5 3 8 13 5 -2 -4 -3 0 2 3 2 4 4 5 GLEÐILEG JÓL! Það lægir smám saman syðra er líður á daginn og undir kvöld verður komið hið fínasta veður um allt land. Víða stjörnubjart og stillt veður um norðanvert landið þegar jólin ganga í garð en sunnan til má búast við stöku éljum en snjókomu suðaustanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.