Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 22
22 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR Ómar bendir einnig á að epli geti passað vel sem meðlæti með hamborgarhryggnum. Hér fylgir uppskrift hans að þeim: 2 græn epli 150 g vatn 125 g sykur 225 g borðedik 1 stk. stjörnuanis 2 stk. negull 1 stk. kanilstöng 1 stk. vanillustöng Skrælið eplin og takið kjarnann úr. Skerið eplin í sneiðar (sirka 1 cm á þykkt) og látið í ílát sem er með loki. Setjið vatn, edik, sykur og krydd í pott og látið suðuna koma upp og látið standa í 2-3 mínútur. Hellið svo leginum yfir eplin og setjið lok á. Því lengur sem eplin eru í leginum því betri. Þegar maður er með sætan hjúp á söltu og reyktu kjöti þá passar mun betur að hafa til dæmis steiktar eða ofnbakaðar kartöflur með, en ekki sykur- brúnaðar eða sætar kartöflur. Hér er uppskrift að mjög auð- veldu og þægilegu sveppa-kart- öflugratíni,“ segir Hrefna. 8-12 stk. rauðar kartöflur 1 bolli rifinn parmesanostur 1 bolli rifinn gouda-ostur Nokkur garðablóðbergslauf 4 rif hvítlaukur 1 askja sveppir 1 askja portobello- eða ostrusveppir ½ bolli rjómi ¼ bolli hvítvín Smá smjör til að steikja sveppina upp úr Salt og pipar Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Skerið sveppina niður í sneiðar líka. Hitið pönnu vel. Bætið smjöri út á hana og steikið sveppina þar til þeir eru orðnir vel brúnir. Rífið hvítlauks- rifin út á pönnuna og steikið smá áfram. Sveppir draga mikið smjör í sig svo það er gott að bæta smá klípu út á einhvers staðar á leiðinni. Hellið hvítvíninu út á pönnuna og sjóðið smá. Bætið loks rjómanum og ostunum út á og kryddið með salti og pipar. Setjið sveppina í eldfast mót og raðið kartöflunum yfir. Setjið álpappír yfir mótið og bakið við 165 gráður í 60 mínútur. Fjarlægið álpappírinn og rífið smá parmesanost yfir. Hækkið hitann og gratínerið í smá stund eða þar til osturinn er orðin fallega brúnn. Hér er uppskrift að græn-ertumauki sem Ómar segir passa vel með ham- borgarhryggnum. 200 gr grænar baunir 100 gr nýmjólk 150 gr rjómi 25 gr smjör Salt Setjið baunirnar í pott með mjólk og rjóma og látið sjóða í 6 mínút- ur. Setjið baunirnar í blandara með smá af mjólkinni og rjóm- anum og smjörinu og látið blandast þar til fínt mauk myndast. Smakkið til með salti. L andsliðskokkurinn Hrefna Rós Sætran á Fiskmarkaðnum held- ur einungis fast í eina hefð í sambandi við jólamatinn, en hún er að hafa kalkúnasamlokur á öðrum í jólum. „Þær eru alveg rosalega góðar, með nýbökuðu brauði, heit- um kalkúni inn á milli og gómsætri fyllingu. Þetta er frábær hefð hjá okkur sem mér þykir mjög vænt um,“ segir Hrefna. Varðandi matinn á aðfangadags- kvöld segir Hrefna sig og sitt fólk ætíð velja eitthvað sem það lang- ar í á hverju ári. „Eitthvað sem er heitt þá stundina,“ grínast hún. Í ár urðu rjúpur og hreindýr fyrir valinu í aðalrétti og graflax í eftir- rétt, en tengdafaðir Hrefni veiddi allar þessar kræsingar sjálfur, sem verður að teljast hentugt. Í eftirrétt verður boðið upp á osta- köku og rommís. Hrefna lumar á mörgum heil- ræðum varðandi óvænt með- læti með hamborgarhryggnum á aðfangadagskvöld. „Það er mikil hefð fyrir því að fólk setji sæta sykurgljáa á hryggina og jafnvel anan- assneiðar. Það er skemmtileg nýjung að skipta út ananass- neiðunum í staðinn fyrir aðra ávexti eins og til dæmis apríkós- ur, perur eða appelsínur,“ segir hún. „Svo er líka hægt að vefja beikoni eða hráskinku utan um hrygginn og steikja hann á heitri pönnu svo að beikon- ið eða skinkan verði stökk,“ bætir hún við. Hrefna segir einn- ig mögulegt að fylla hrygginn með ein- hverri lystugri fyll- ingu. „Þá er gott að sjóða hrygginn, leyfa honum að kólna svo að allur saf- inn leki ekki úr honum og skera rauf í hann um 3/4, ekki alveg í gegn, og setja svo fyllinguna inn í og binda hrygginn upp með bandi. Setja jafn- vel gljáa ofan á hrygginn og baka inni í ofni,“ segir Hrefna. Í fríi yfir jólin Annar landsliðskokkur, Ómar Stefánsson á veitingastaðnum Dilli, snæðir hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld eins og flestir aðrir Íslendingar. „Við erum með létta humarsúpu í forrétt, ham- borgarhrygg eftir öllum kúnst- arinnar reglum í aðalrétt og heimalagað vanillu-parfait með súkkulaðisósu í eftirrétt. Ég elda ekki sjálfur, hjálpa kannski örlítið við sósugerðina en er annars bara í fríi yfir jólin. Ég er þó til staðar og gríp inn í ef allt stefnir í óefni,“ segir Ómar og skellir upp úr. Hann segist finna vel fyrir því í starfi sínu að margir hafi áhuga á að breyta örlítið til og lífga upp á jólamatinn með óvæntum nýjung- um líkt og kryddi og fleiru slíku. „Ætli við matreiðslumennirnir séum ekki einna fastheldnastir á hefðirnar. Ég gæti trúað því. Við prófum okkur áfram með nýja hluti daglega og sækjum þess vegna í ræturnar þegar við erum í fríi.” Óvænt meðlæti með hryggnum Samkvæmt nýlegri könnun Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) borða 52,9 prósent Íslendinga hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, meðan 9,8 pró- sent snæða rjúpu og 8,3 prósent kalkún. Fréttablaðið fékk landsliðskokkana Hrefnu Rós Sætran og Ómar Stefánsson til að stinga upp á uppskriftum að meðlæti með hryggnum sem fylgja ekki ströngustu hefðum Íslendinga. Hrefna lumar einnig á upp-skrift að marmelaðigljáa sem hún segir passa mjög vel með hráskinkuvöfnum hrygg og þunnum appelsínusneiðum: 6 msk. appelsínumarmelaði 4 msk. púðursykur 2 msk. hunang 2 msk. sinnep 2 cm engiferrót (fínt rifin) 1 stk. appelsína Blandið öllu saman í skál nema appelsínunni. Smyrjið gljáanum á hrygginn eftir að hann hefur verið soðinn/ofnbakaður. Skerið appelsín- una í þunnar sneiðar og leggið á hrygginn. Hækkið hitann á ofninum upp í 200 gráður og leyfið gljáanum að karamellast í 15 mínútur. Marmelaðigljái Þægilegt sveppa-kartöflugratín UPPSKRIFTIR AÐ ÓVÆNTU MEÐLÆTI Epli í kryddlegi Grænertumauk ÓVÆNT Ómar Stefánsson, landsliðskokk- ur, segist finna fyrir því að margir kjósi að lífga upp á hrygginn með óhefð- bundnum aðferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MEÐLÆTI Þótt margir séu fastheldnir á hefðirnar er ekkert að því að leita á ókönnuð mið með meðlætið. Ætli við matreiðslumennirnir séum ekki einna fastheldnastir á hefðirnar. Ég gæti trúað því. JÓLAMATURINN Landsliðskokkurinn Hrefna Rós Sætran lumar á ýmsu óvæntu meðlæti fyrir hinn hefðbundna hamborgarhrygg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.