Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 8
8 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU FAGNA RÉTTLÆTI Mæðurnar á Mayo-torgi lýstu ánægju sinni með niðurstöðu dóm- stólsins, þótt síðbúin sé. NORDICPHOTOS/AFP ARGENTÍNA, AP Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argent- ínu árin 1976-81, var í gær dæmd- ur í ævilangt fangelsi fyrir pynting- ar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingja- byltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum her- foringjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börð- ust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisn- armanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntað- ir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxist- ar næðu völdum með stjórnarbylt- ingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyn- inu. Þá fékk hann að afplána dóm- inn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnar- innar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnar- innar. gudsteinn@frettabladid.is Síðbúnu rétt- læti fagnað í Argentínu Fyrrverandi einræðisherra Argentínu dæmdur í ævilangt fangelsi, orðinn 85 ára gamall. Stjórnaði „óhreina stríðinu“ gegn vinstri mönnum og bar ábyrgð á mannshvörfum, pyntingum og morðum. SÖKUDÓLGURINN Leiðtogi herforingja- stjórnarinnar segir að hryðjuverkamenn ráði nú lögum og lofum í Argentínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Mál málningarslettu- mannsins sem kallað hefur sig Skap-Ofsa er komið til ákæruvalds lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þar verður tekin ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður fyrir eignaspjöll eður ei. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók Skap-Ofsa í janúar og linnti málningarslettunum eftir handtökuna. Rannsókn lögreglu á tölvubúnaði mannsins, tölvum, myndavélum og minniskubbum leiddi í ljós að þaðan var meðal annars sent myndband á vefinn YouTube, þar sem sýnd voru hús auðmanna eftir að skvett hafði verið á þau rauðri málningu. Auk tölvubúnaðarins fannst á heimili mannsins eitthvað af málningu. Maðurinn var handtekinn í kjöl- far þess að rauðri málningu hafði verið slett á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar. Það var síð- ari hluta janúarmánaðar. Þá hafði rauðri málningu meðal annars verið slett á hús Bjarna Ármanns- sonar, Birnu Einarsdóttur, Hann- esar Smárasonar, Björgólfs Guð- mundssonar, Karls og Steingríms Wernerssona og Lárusar Welding. Maðurinn er á fimmtugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður. -jss Karlmaður á fimmtugsaldri bíður örlaga sinna eftir eignaspjöll: Skap-Ofsi til ákæruvaldsins VÍÐFÖRULL Skap-Ofsi kom víða við á athafnaskeiði sínu, meðal annars hjá Karli Wernerssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti fagnaði í gær ákvörðun Bandaríkjaþings um að staðfesta nýjan samning um fækk- un kjarnorkuvopna, sem kemur í stað fyrir START-samningsins frá 1991. Medvedev undirritaði samninginn ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta síðastliðið vor. Rússneska þingið á enn eftir að staðfesta samninginn, en búist er við því að það verði gert á næsta ári. Medvedev segir þó að öldunga- deild þingsins þurfi að fara vel yfir hann fyrst. - gb Rússar kátir með samning: Bandaríkjaþing fær hrós Rússa 1. Hvað munu bækur seljast fyrir marga milljarða á árinu? 2. Hvað er Bubbi Morthens búinn að missa mörg kíló í átaki sínu? 3. Hvaða íslenski poppari á sölu- hæstu plötu ársins? SVÖR 1. 5 milljarða. 2. Tólf. 3. Helgi Björnsson. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.