Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 16
16 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR brúðgumi greiði lífsviðurværi henn- ar. Og nú þarf Priyanka að velja á milli. Hefur sótt um dvalarleyfi Priyanka fékk vistráðningu hjá íslenskum yfirvöldum þegar hún kom til landsins. Það leyfi gildir í eitt ár og er runnið út. Hún hefur sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Umsóknin var lögð inn í Útlendingastofnun í nóvem- ber en Priyanka fær væntanlega ekki svar fyrr en í janúar eða febrúar. Hún fær þó að dvelja í landinu á meðan umsóknin er til meðferðar í kerfinu. Samkvæmt íslenskum lögum má veita útlendingi dvalarleyfi ef hægt er að sýna fram á að rík þörf sé á vernd, til dæmis vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki. Erfitt líf í Nepal „Faðir minn yfirgaf fjölskylduna þegar ég var tveggja ára og skildi móður mína eftir eina með fjögur börn. Hann skildi ekkert eftir handa okkur. Í Nepal geta menn gifst eins oft og þeir vilja en konurnar mega það hins vegar ekki. Þær verða að lifa einar með börnum sínum það sem eftir er. Mamma og stóri bróðir minn framfleyttu fjölskyldunni, þau voru bæði í vinnu. En svo lést hann í slysi árið 2008 og þá breyttist allt,“ segir Priyanka. Í Nepal lauk Priyanka námi sem samsvarar tveimur árum í mennta- skóla hér á landi. Fæstar stúlkur í Nepal fá sömu tækifæri til menntun- ar. Priyanka nýtti sér tækifærið hins vegar til fulls. Þegar bróðir hennar dó vildi hún komast burt frá sorg- inni og í gegnum sameiginlega kunn- ingja komst hún í kynni við Þórólf og Önnu Láru og lagði upp í langferðina til Íslands. Fjölskyldan arflaus „Nú í maí á þessu ári varð faðir minn bráðkvaddur eftir heilablóðfall. Það hefur mikil áhrif á fjölskylduna því þótt hann hafi ekki verið til staðar fyrir okkur skiptir það miklu máli í nepölsku samfélagi hver faðir manns er og hvað hann gerir. Börn úr minni stétt eiga ekki mikla framtíðarmögu- leika ef faðir þeirra fellur frá,“ segir Priyanka. Fjölskylda Priyönku fékk engan arf þegar faðir hennar lést. Móðir hennar er 63 ára og á orðið erfitt með vinnu. Eftirlifandi bróðir hennar er fatl- aður eftir slys og getur ekki unnið. Það hefur því verið hart í ári hjá fjöl- skyldunni frá því að elsti bróðirinn lést. Nú, eftir fráfall föður hennar, er það orðið hlutverk Priyönku að gift- ast manni sem getur séð um að fram- fleyta fjölskyldunni. Mamma giftist ellefu ára Það er nánast alsiða að fjölskyldur ákveði ráðahag barna sinna í Nepal. Slíkt tíðkast eða hefur tíðkast í mörg- um samfélögum í aldanna rás, þar á meðal á Íslandi. Hægfara breyting hefur þó átt sér stað í Nepal á undan- förnum árum og hefur fólk, þó aðal- lega í efri stéttum, meira um það að segja hverjum það giftist. Þá gift- ist fólk einnig oftar á milli stétta en slíkt hefur verið fátítt þar í landi enda stéttaskiptingin gríðarleg. „Mamma var ellefu ára þegar hún giftist pabba, sem var tvítugur. Þau höfðu aldrei hist áður en þau giftust. Því miður eru slík hjónabönd allt L ífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur,“ segir Priyanka Thapa, 22 ára gamall Nepalbúi sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár. „Meðan pabbi og stóri bróðir voru á lífi hafði ég öll tækifæri til að mennta mig og gift- ast og hefði orðið fjölskyldu minni til sóma. En nú hefur heimurinn snúist í algjöra andhverfu sína á örskots- stundu.“ Toppnemandi Priyanka kom til landsins til að vinna sem barnfóstra eða au pair hjá Þór- ólfi Gunnarssyni framkvæmdastjóra og Önnu Láru Steingrímsdóttur lyfja- fræðingi. Þau búa í Vogum á Vatns- leysuströnd og eru með sex börn á heimilinu svo í nógu er að snúast. Þórólfur og Anna Lára buðu Pri- yönku að stunda nám við verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keil- is, meðfram barnfóstrustarfinu, sem hún þáði með þökkum. Námið hefur gengið vonum framar og er hún meðal efstu nemenda, jafnvel þótt kennslan sé öll á íslensku. Priyanka stefndi á frekari menntun en örlögin hafa gripið svo í taumana að nú gæti hún þurft að snúa aftur heim til Nepal. Og þar bíður hennar svört framtíð. Priyanka kemur úr lágstétt í Nepal, er yngst fjögurra systkina, alin upp hjá einstæðri móður. Eina leið fjöl- skyldu hennar til að komast af er að Ánauð bíður hennar heima Priyanka Thapa er 22 ára stúlka frá Nepal sem kom hingað til lands sem au pair. Meðfram starfinu hefur hún lagt stund á nám hjá Keili með ótrúlegum árangri. Priyanka hugði á frekara nám og sá fram á bjarta framtíð en með fráfalli föður hennar snerust draumar hennar upp í martröð. Priyanka gæti staðið frammi fyrir því að giftast manni sem hún hefur aldrei hitt. Hún hefur sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kristján Hjálmarsson fékk að heyra sögu nepölsku stúlkunnar. PRIYANKA THABA Hún er 22 ára og hefur búið á Íslandi í eitt ár. Hún talar ekki íslensku en skilur hana að miklu leyti. Hún hefur þegar setið eitt íslenskunámskeið. Námið í Keili er allt á íslensku en þótt hún tali ekki málið er hún meðal efstu nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mamma var ellefu ára þegar hún giftist pabba, sem var tvítugur. Þau höfðu aldrei hist áður en þau giftust. Því miður eru slík hjóna- bönd allt of algeng í Nepal. FRAMHALD Á SÍÐU 18 Priyanka lenti í alvarlegu slysi þegar hún var átta ára gömul. Hún var úti að leika sér þegar vinkona hennar ýtti við henni með þeim afleiðingum að Priyanka féll aftur fyrir sig og lenti með höfuðið á götunni. Í sömu mund kom mótorhjól keyr- andi og fór yfir höfuðið á henni. Priyanka slasaðist alvarlega og lá í dái á eftir. Fjöl- skylda hennar hafði ekki efni á að greiða fyrir spítalavistina nema í þrjá daga og þurfti því að flytja hana heim. Þar lá hún í dái í þrjá mánuði. Priyanka var þó fljót að jafna sig þegar hún vaknaði og slapp ótrúlega vel úr þessari raun. „Ég missti að vísu smá heyrn á vinstra eyra,“ segir hún. LÁ Í DÁI Í ÞRJÁ MÁNUÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.