Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 30
 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Lögin úr leikhúsinu er heiti hljómdisks sem Jóhann Sigurðarson, leikari og söngv- ari, sendir frá sér í tilefni af 30 ára starfs- afmæli sínu. Jóhann hefur áður sungið inn á plötur með fleirum en þetta er fyrsta sólóplata hans. „Þarna er að finna eitt og annað sem bæði ég og aðrir hafa sungið. Mörg þess- ara laga eru uppáhaldslög sem mér þykir vænt um,“ segir Jóhann en á diskinum er að finna alls þrettán lög bæði úr söngleikj- um og kvikmyndum. Meðal annars lögin „Sól rís sól sest“ og „Ef ég vær ríkur“ úr Fiðlaranum á þakinu, en þar fór Jóhann með hlutverk Tevje, og lagið „Guð í hæð“ úr Vesalingunum þar sem Jóhann lék Javert. „Það má segja að þetta sé gamall draum- ur, að koma því frá mér sem ég hef verið að fást við,“ segir Jóhann sem fékk til liðs við sig söngkonurnar Jóhönnu Vigdísi Arn- ardóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Val- gerði Guðnadóttur til að syngja kvenradd- ir. Þá sáu Pálmi Sigurhjartarson, Ásgeir Óskarsson, Róbert Þórhallsson og Þórður Árnason um undirleik. Eftir 30 ára leikferil og hátt á annað hundrað hlutverk segir Jóhann erfitt að velja eitt hlutverk sem standi upp úr. Yfir- leitt verði hann hugfanginn af því verki sem hann sé að vinna í þá stundina. Þó nefnir hann leikritið Abel Snorko býr einn sem eitt af sínum uppáhaldsleikritum og eins hafi verið gaman að leika í Fólkinu í kjallaranum. Jóhann segir einnig leikhús- umhverfið hafa breyst síðan hann steig sín fyrstu skref á sviði. „Í dag er allt miklu viðameira og fjöl- breyttara. Þegar ég útskrifaðist var bara Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. Nú eru fleiri leikhús og miklu fleiri sýn- ingar settar upp á hverju ári. Ég lærði leiklist hér heima og nam söng hjá Sigurði Demetz í Nýja tónlistarskólanum og fór bara daginn eftir útskrift að leika í Þjóð- leikhúsinu,“ rifjar Jóhann upp. Þessa dagana æfir hann af kappi fyrir jólasýningu Borgarleikhússins, Ofviðr- ið eftir Shakespeare og á því fáar lausar stundir. Því hefur ekki enn unnist tími til að halda útgáfutónleika með Lögunum úr leikhúsinu en Jóhann hyggst bæta úr því þegar hægist um á nýju ári. heida@frettabladid.is JÓHANN SIGURÐARSON: SYNGUR LÖGIN ÚR LEIKHÚSINU Lög sem mér þykir vænt um GAMALL DRAUMUR RÆTIST Jóhann Sigurðarson syngur lögin úr leikhúsinu í tilefni 30 ára starfsafmælis í leiklistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AVA GARDNER leikkona (1922-1990) fæddist þennan dag „Ég skil ekki fólk sem hefur yndi af vinnu og tekur hana hátíðlega. Að gera ekki neitt er líkt og að fljóta á ylvolgu vatni, bara fullkomlega yndislegt.“ Merkisatburðir 1893 Henry Ford fullgerir fyrsta bensínmótor sinn. 1920 Ítalski tenórinn Enrico Caruso syngur opinberlega í síðasta sinn. 1933 160 farast í lestarslysi í París. 1956 Ungverskir flóttamenn, 28 karlar og 24 konur, koma til Íslands frá Vín fyrir atbeina Rauða krossins. 1966 Luna 13 lendir á tunglinu. 1989 Veðurhæð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum kemst í 120 hnúta (um 224 km/klst.) í vindhviðu. 1990 Saddam Hussein segir Ísrael verða fyrsta skotmark Íraka. Ríkisútvarpið hóf lestur jólakveðja þennan dag árið 1934 og hafa þær verið fastur liður á hverju ári síðan. Í fyrstu voru kveðjurnar til sjómanna á hafi úti, hlustenda á Grænlandi og útlendinga búsettra á Íslandi. Í kringum 1940 nefndist þessi dag- skrárliður í útvarpinu Jólakveðjur og ávörp til skipa á hafi úti og sveitabýla. Þremur árum síðar færðust jólakveðj- urnar fram á Þorláksmessu og hafa verið lesnar á þeim degi eftir það. Alltaf fer þeim fjölgandi og því hefur teygst úr lestri þeirra. Árið 1956 var farið að flytja kveðjur frá Íslendingum erlendis. Þá söfnuðust Íslendingar saman á heimili einhvers landans á sínum dvalarstað og lásu inn á segulband. Spólurnar voru svo sendar með pósti til Íslands. Mörgum þykja jólakveðjurnar ómiss- andi undirspil við þrifin og skreytingarnar á Þorláksmessu. ÞETTA GERÐIST: 24. DESEMBER 1934 Lestur jólakveðja hófst í útvarpinu Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Ágústsson frá Vík Tjarnarási 9a, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi miðvikudag- inn 22. desember. Elín Guðrún Sigurðardóttir Magdalena Sigurðardóttir Alfreð S. Jóhannsson Þór Sigurðsson Hallfríður Guðrún Einarsdóttir Oddný Sigurðardóttir Eiríkur Jónsson Dagný Sigurðardóttir Þorvaldur Jónsson Þorgerður Sigurðardóttir Kristján Már Unnarsson Sigríður Sigurðardóttir Ingjaldur Arnþórsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systurdóttur, mágkonu og vinkonu Ingibjargar R. Guðmundsdóttur formanns Landssambands ísl. verzlunarmanna. Sérstakar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun færum við starfsfólki og læknum deildar 11G á Landspítalanum við Hringbraut. Bjarni Jónsson Jenný N. Sigurðardóttir Andrés Jón Esrason Jón Eiríksson Timothy David Creighton Ruth Barnett Creighton Irina S. Ogurtsova Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Gunnarsson stýrimaður, Eyrarholti 6, 220 Hafnarfirði, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. des. kl. 13.00. Sólveig Guðmundsdóttir Sigríður Einarsdóttir Þórir Úlfarsson Gunnar Einarsson Sigríður Erla Guðmundsdóttir Sigurveig Sjöfn Einarsdóttir Kristján Sigurðsson Þór Jakob Einarsson Halldóra Einarsdóttir Guðmundur Sveinbjörnsson Málfríður Hrund Einarsdóttir Þór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, Hörður Ingvaldsson Naustabryggju 2, Reykjavík, lést af slysförum 18. des. sl. Útförin fer fram þriðjudaginn 28. des. kl. 15.00 í Neskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Hallsdóttir Tinna Harðardóttir Brynjar Þór Bjarnason Jens Harðarson Aleksandra Pantic Ingvaldur Rögnvaldsson Helga Hafdís Gústafsdóttir Þóra Ingvaldsdóttir Pétur Kristjánsson Haukur Ingvaldsson Henny Kartika Barði Ingvaldsson Valgerður Ragnarsdóttir Eyrún Ingvaldsdóttir Sigurður Scheving Gunnarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þuríður Ragna Jóhannesdóttir Bragagötu 22a, sem andaðist þann 15. desember síðastliðinn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, verður jarðsungin frá Grafarkirkju í Skaftártungu, þriðjudaginn 28. desember kl. 14.00. Ólafur Jóhann Björnsson Steinunn Guðjónsdóttir Gísli Halldór Magnússon Ásta Sverrisdóttir Guðlaug Ólafsdóttir Finnur Lúðvíksson Ólöf Ragna Ólafsdóttir Jón Geir Ólafsson Stefnir Gíslason Arnar Páll Gíslason Elva Dögg Valsdóttir Ármann Daði Gíslason Anna Steina Finnsdóttir Stefán Ingi Finnsson Ægir Óli Andrésson Jón Atli Jónsson Unnsteinn Jónsson Eldur Arnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.