Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 24. desember 2010 35 FÓTBOLTI Eins og ávallt í ensku úrvalsdeildinni er mikið um annir hjá liðum deildarinnar um hátíð- arnar. Fram undan eru fjórar umferðir sem fara fram á aðeins tólf dögum en ballið byrjar með níu leikjum á sunnudag, öðrum degi jóla. Þó að liðin séu að meðaltali búin að spila sautján leiki til þessa í deildinni í haust hefur engu liði tekist að vinna meira en tíu leiki. Öflugustu lið deildarinnar hafa misstigið sig óvenjumikið í haust og hafa öll tapað minnst fjórum leikjum. Undantekningin er topp- lið Manchester United sem er enn taplaust en hefur gert sjö jafntefli í sextán leikjum. United hefur þó verið á góðu skriði að undanförnu og unnið sex af síðustu átta leikjum sínum. Liðið er í góðri stöðu, með 34 stig á toppnum og tveggja stiga forystu á næstu lið. United á þar að auki leik til góða. „Markmið mitt er að reyna að halda toppsætinu eftir 4. janúar,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, en liðið á leik gegn Stoke á þeim degi. „Ef það tekst höfum við staðið okkur vel. Toppbarátt- an í deildinni mun taka á sig sterk- ari mynd um hátíðarnar – ef veður leyfir,“ bætti hann við. Reyndar telur Nani, leikmað- ur United, að baráttan um enska meistaratitilinn standi aðeins á milli tveggja félaga – United og Chelsea. Síðarnefnda liðið er í fjórða sæti deildarinnar, þremur á eftir United. Á milli þeirra eru Arsenal og Manchester City, bæði með 32 stig. „Ég á ekki lengur von á öðru en að annaðhvort Manchester United eða Chelsea verði enskur meistari í vor. Vonandi verður það United.“ Arsene Wenger, stjóri Arsen- al, var ekki ánægður með þessi ummæli en hann stefnir nú að því að vinna titil með félaginu í fyrsta sinn í fimm ár. „Allir hafa sína skoðun og enginn er fullkominn,“ sagði Wenger. „Við búum í samfé- lagi þar sem allir vita allt og það er skömm að segja: „Ég veit það ekki.“ Sjálfur veit ég ekki hver mun standa eftir sem sigurvegari og hef ég stýrt mínum liðum í alls 1.600 leikjum á ferlinum. Ef Nani veit það þá hlýtur hann að vera 1.600 sinnum gáfaðri en ég.“ Af risunum í Englandi hefur engum gengið jafn illa í haust og Liverpool en liðið er í níunda sæti deildarinnar, tólf stigum frá toppn- um. Roy Hodgson tók við liðinu í sumar og hefur gengið á ýmsu í haust en til að mynda var skipt um eigendur eftir mikið fjölmiðlafár og mikla óvissu um fjárhagslega framtíð félagsins. Liðið virtist hafa náð sér á strik í byrjun nóvember er það lagði þáverandi topplið Chelsea, 2-0, og vann þá sinn þriðja deildarleik í röð. En síðan þá hefur lítið gengið og liðið tapað og unnið á víxl. Góðu fréttirnar fyrir Liver- pool eru þær að Steven Gerrard og Daniel Agger eru klárir í slag- inn eftir meiðsli og geta því spil- að þegar liðið mætir Blackpool á sunnudag. „Þetta er mikill styrkur fyrir okkur þar sem næstu dagar geta breytt öllu fyrir hvert einasta lið í deildinni,“ sagði Hodgson. Arsenal og Chelsea mætast svo á mánudagskvöldið en síðarnefnda liðið mun þá freista þess að vinna sinn fyrsta deildarleik síðan 10. nóvember. eirikur@frettabladid.is Allt lagt undir um hátíðarnar Búast má við því að línur taki að skýrast enn betur í ensku úrvalsdeildinni um hátíðarnar en þá verða fjörutíu leikir á tólf dögum, þar af níu á sunnudag. TEKIÐ Á ÞVÍ Wayne Rooney í baráttu við Laurent Koscielny í leik Manchester United og Arsenal á dögunum. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI NBA-deildin býður að venju upp á körfuboltaveislu á jóladag en fimm leikir milli margra af skemmtilegustu liðum deildarinnar fara þá fram. Stórleik- ur kvöldsins er þegar NBA-meistarar Los Angeles Lakers fá lið Miami Heat í heim- sókn og verður þetta fyrsti leikur Heat- liðsins á móti Lakers síðan LeBron James og Chris Bosh gengu til liðs við Dwyane Wade og mynduðu Sólstrandargæja NBA- deildarinnar. Kobe mætti LeBron á jólunum í fyrra og þurfti að sætta sig við 87-102 tap. James hefur spilað undanfarin þrjú tímabil á jóla- degi og hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Bryant hefur aftur á móti þurft að sætta sig við tap í 6 af síðustu 8 leikjum sínum á þessum degi, þar af þrisvar sinnum á móti Dwyane Wade og félögum í Miami. Leikur Lakers og Miami hefst klukk- an tíu og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á undan mætast hin sjóðheitu lið New York Knicks og Chicago Bulls í Madison Square Garden í New York og þá tekur hið nýja samsetta lið Orlando Magic á móti Boston Celtics. Seinna mætast síðan Oklahoma City Thunder-Denver Nuggets og Golden State Warriors-Portland Trail Blazers. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, kvartaði yfir því í fjölmiðlum í vikunni að þurfa að spila á jóla- dag en fáir hafa þurft að eyða jafnmörgum jólum á NBA-leik en einmitt hann. Jackson spilaði sjálfur tíu sinn- um á jóladegi þegar hann var leikmaður í NBA og hefur stýrt liðum sínum sautj- án sinnum á jóladegi síðan hann gerðist þjálfari. Gömlu vinirn- ir Kobe Bryant og Shaquille O’Neal munu jafna met í ár þegar þeir spila í þrettánda sinn á jóladegi en þeir munu þá deila metinu með Dolph Schayes og Earl Monroe. Kobe Bryant nálgast fleiri met á jóladegi, því hann hefur skorað 304 stig í 12 leikjum á þess- um degi (25,3 í leik) og er í öðru sæti á eftir Oscar Robertson (377 stig). - óój Fimm NBA-leikir fara fram á jóladag og stórleikur NBA-meistara Los Angeles Lakers og Miami Heat verður í beinni á Stöð 2 Sport: Enn ein körfuboltajólin hjá Kobe, Shaq og Phil Jackson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.