Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1900, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.11.1900, Qupperneq 11
'55 náð til íslands. Trúarframförin, aftrhvarfiö í skaut kirkj- unnar, sem á sér staö á Frakklandi, í Danmörku og á Norör- löndum yfirleitt, með hinu sérkennilega, er því aftrhvarfi er samfara, kostum þess og ókostum, hefir fest rœtr í Reykjavík. Ungir efnismenn, er eg þegar hefi nefnt flesta, bæöi í þessum greinum og öörum, sem stundaö höfðu nám erlendis, fluttu þenna nýja lífsanda trúarinnar heim aftr með sér. Um áhrif- in kirkjulegu héðan aö vestan vil eg ekki hér tala, þó aö þau hafi nú fengið nokkurn veginn almenna viðrkenning úti á Is- landi, jafnvel hjá flestum prestum þar. En hjtt hlýt eg að taka fram, að blaðið ,,Verði ljós!“ og ritstjórar þess, séra Jón Helgason og Haraldr Níelsson, eiga ekki lítinn þátt í þessari nýju andlegu aldamótahreyfing á Islandi. Um hinn síð- ar nefnda hefi eg þegar farið nokkrum orðum og einnig minnzt á séra Jón Helgason, sem er hinn kennimannlegasti, heitr og ákafr áhugamaðr um öll sín mál og, að mér fannst, einkum auðkenndr af meira ötulleik og starfsþreki en títt mun á Is- landi. Endrgjaldslaust prédikar hann í dómkirkjunni oftast annan hvorn sunnudag, — nema ef telja skyldi til endrgjalds vanþakklæti einstakra og hnjóðyrði, sem hann hefir fengið úti látið örlátlega um allt land fyrir sín verk. Jafn-ungr maðr og hann er hefir hann ritað talsvert, auk blaðsins, sem hann skrifar að mestu. Einnig skilst mér, að hann hafi mikil áhrif á prestaskólann, sem faðir hans, og sé þar elskaðr. En prestaskólinn er of fámennr fyrir gagnsemi slíkra áhrifa og þau verða œði seinfœr eins og hann er nú sóttr. Og það hefir séra Jón Helgason vafalaust fundið og því beint áhuga sínum meðfram í aðra farvegi, og það, J?rátt fyrir yfirgnæfandi kosti, ekki ávallt sem heppilegast upp á síðkastið fyrir íslenzkan tíðaranda og Krists-afneitan, sem víðast vor á meðal er van- trúar-þungamiðjan. Eg minnti á ötulleik og starfsþrek þessa unga kirkju- leiðtoga. Og kirkja íslands og þjóðfélagið íslenzka þarfnast dugnaðarmanna. Verkamannafæðin er víðar tilfinnanleg en í sveitabúskapnum. A Islandi vantar allsstaðar og í öllu ,,verkamenn“,— menn til að vinna. Ekki vantar þar ,,ráð- gjafa“, — nema ef vera skyldi þennan eina Islandsráðgjafa,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.