Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1902, Qupperneq 1

Sameiningin - 01.06.1902, Qupperneq 1
anmmngin. ^lánadarrit til stuðnings Jcirkju og lcristindómi íslendinga. gefið út af hinu ev. lút. Jcirlcjufélagi Isl. % Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓJY BJAIiNASON. I 7- ÁRG. WINNIPEG, JÚNÍ 1902. NR. 4. Ipprisan. Prédikan, sem ritstjóri ,,Sam. “ flutti í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg síðastliöið páskadagskvöld. Prentuð hér samkvæmt áskoran. Texti : Jóh. 20, i —18. ,,Ef Kristr er ekki upp risinn, þá er vor kenning ónýt, og trú yðar líka ónýt. “ Meö þessa sterku yfirlýsing kemr Páll postuli í 15. kap. fyrra bréfsins til Korintumanna. Og enn fremr segir hann þar: ,,Ef vér einungis í þessu lífi sett- um von vora til Krists, þá værum vér hinir vesölustu allra manna. En nú er Kristr upp risinn frá dauðum, frumgróði allra þeirra, sem dánir eru. “ Jesús er upp risinn. Jesús lifir. Jesús er frelsarinn — mannkynsfrelsarinn. Jesús hefir sigrað dauðann. Jesús er lávarðr lífsins. Oss öllum syndur- unum er óhætt að trúa á hann. Harmsagan mikla, sem til- heyrir föstudeginum langa, endaði ineð dýrðleguin sigri. Með upprisu Jesú á páskadagsmorguninn varð hún að blessuðu, óumrœðilegu allsherjar fagnaðarguðspjalli. I sjálfu sér var hún slíkt fagnaðarerindi fyrir gjörvallt syndfallið mannkynið áðr. Deyjandi á krossinum sagði Jesús : ,,Það er full- komnað. “ Og eins og öll hans orð var það eilífr sannleikr. Við það, sem Jesús með píslum sínum var búinn að gjöra syndugum mönnum til sáluhjálpar, þurfti engu að bœta. Friðþægingarfórnin, sem hann bar fram vor vegna á kross- ferlinum, var fullkomin; en það þurfti að fást óræk sönnun

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.