Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1902, Side 3

Sameiningin - 01.06.1902, Side 3
51 fninnstu von, hlyti þeir hér eftir aö verða í eilífu myrkri. Um kristna trú og kristna kirkju myndi án upprisu Jesú aldrei geta orðiö að rœöa. An upprisu Jesú myndi heimrinn ekki að eins hafa haldið áfram í sama vonleysisástandinu eins og áðr en hann kom hér fram með sitt fagra og fullkomna líf og sína aðdáanlegu, dýrðlegu kenning. Einmitt eítir það myndi vonleysisástandið hér í heimi hafa magnazt til stórra rnuna, svo framarlega senr hann hefði ekki risið upp og sá yfirnáttúr- legi stórhátíðar-atburðr koinið inn í mannkynssöguna sem ómótmælanlega vottfastr sannleikr. Því að öðrum kosti myndi hörmungakjörin, sem hann varð að sæta, píslarsagan hans hræðilega, hafa hlotið að styðja þá ímyndan hjá öllum, foera öllum heim sanninn um það, að ekki væri vert fyrir neinn, að það væri hið mesta ogi fáránlegasta óvit fyrir hvern mann,að ætla sér að feta í hans fótspor, lifa fyrir sannleikann og kærleikann, ganga með guði á hinum þrönga vegi sjálfs- afneitunarinnar og heilags fórnarlífs. Það myndi ekki þurfa annað en benda á hin hryllilegu afdrif hans, píslarsöguna hans, til þess að fæla fjölda fólks frá því að hætta sér út á krossferil kærleikans. En með upprisu Jesú kemr dýrðleg ljósbirta yfir píslarsögu hans. Og þá verðr píslarsagan að hinu mikla, óviðjafnanlega, ótœmanda fagnaðarerindi fyrir gjörvallt mannkynið syndfallið og sorgum hlaðið. I ljósi upp- risunnar sést, að í krosspíslum Jesú er friðþæging fyrir syndir allra, guðleg endrlausn fyrir heilan heim, fyrirgefning og frið- aruppspretta fyrir sérhverja særða samvizku, en þar með þá einnig sú sterkasta hvöt, sem hugsazt má, fyrir alla til þess að lifa heilögu guðsbarna-lífi, ganga út í kappsama baráttu gegn öllu illu, fullvissir í Jesú nafni um sigr, á hverju sem gengr bæði í lífi og dauða. Á ástvinum Jesú forðum sjáum vér þetta alskýrt. Eftir að hinn mikli sannleikr upprisunnar hafði náð sér niðri í sál- um þeirra og samvizkum urðu þeir sem nýir menn. Um leið og þeir sannfœrðust um upprisu hans risu þeir allir í andleg- um skilningi upp frá dauðuin. Hvað eftir annað hafði hann áðr sagt þeim þetta mikla —upprisu sína — fyrir. En sá boðskapr hafði algjörlega farið frain hjá þeim. Upprisan var miklu

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.