Sameiningin - 01.06.1902, Síða 7
55
kraftaverk — með öðrum oröum, að hann hlaut að vera upp
risinn. Líkaminn var horfinn úr umbúðunum, en umbúðirnar
lágu eftir óhrœrðar.
Eg skal nú aftr minna á orð Páls postula, sem eg áðan
tilfoerði í upphafi rœðu þessarar: ,,En nú er Kristr upp ris-
inn frá dauðum, frumgróði allra þeirra, sem dánir eru. “
Hvernig víkr því við, að hann með upprisunni er orðinn frum-
gróði hinna dánu ? Til voru þó uppvakningarkraftaverk áðr
en hann reis upp. Þegar á gamla testamentis tíðinni er sagt
frá slíkum undrum, í sögu þeirra Elíasar og Elísa. En enn
þá minnisstœðari eru víst öllum þau þrjú uppvakningarkrafta-
verk af völdum Jesú, sem frá er skýrt í guðspjallasögunum.
Hann uppvakti son ekkjunnar í Naín, dóttur Jaírusar og
Lazarus—hinn síðastnefnda eftir að hann hafði legið fjóra
daga í gröfinni. Og samt er Jesús upp risinn af postulanum
kallaðr frumgróðinn, eins og hafi hann verið fyrstr allra, sem
birtist hér lifandi eftir dauðann. Hví er hann þá kallaðr
frumgróði? Hann reis upp af eigin guðdómsmætti. En hinir
allir voru upp vaktir og áttu þar í engan þátt sjálfir. Þetta er
hátíðlega satt, en það er ekki fullkomið svar upp á spurning-
una, hvers vegna hann sé kallaðr frumgróði hinna dánu. En
hið fullkomna svar er þetta: Hann er sá fyrsti, sem rís upp
í ummynduöum, óforgengilegum, dýrðlegum líkama,—líkama,
sem aldrei til eilífðar deyr, himneskum líkama, sem ekki getr
dáið. En hinir allir, sem vaktir höfðu verið upp aftr til þessa
lífs, báru framvegis sama forgengilega, jarðneska líkamann,
sem þeir höfðu áðr borið, og hlutu svo að deyja líkamlega
aftr eins og allir aðrir menn, þá er tíminn var kominn. Þeg-
ar Lazarus var upp vakinn af Jesú, þá reis hann upp í lík-
blæjunum, grafar-umbúðunum. ,,Leysið hann og látið hann
fara“—sagði Jesús. Það þurfti enginn að leysa umbúðirnar
af líkama Jesú, þá er hann reis upp. Ekki heldr hann sjálfr.
Þær voru alls ekki leystar. Vegna ummyndunarinnar frá
jarðneskum líkama til himnesks líkama þurfti þess ekki við,
eins og þess ekki heldr þurfti við, að steininum væri velt frá
grafarmunnanum til þess að hann gæti komizt út. Reyndar
er frá því skýrt, að engill hafi komdð og velt steininum frá, en